Var það ekki listamaðurinn sem lét hann hverfa?

Af titli sýningarinnar að dæma myndi ég halda að Bjarki Bragason hafi sjálfur látið ísbjörninn hverfa. Þessi ísbjörn hefur fengið að vera the first one to go enda þola ísbirnir illa hlýjuna og mengunina sem er að finna í Kringlunni. Þetta er ekki mystería fyrir fimm aura...


mbl.is Dularfullt ísbjarnarhvarf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þensla

Ragga benti á sniðuga bloggsíðu. Best að ég geri það líka.

Jöfn og lélegri tækifæri?

booksÞað er í sjálfu sér ágætt hugmynd að gefa framhaldsskólanemum námbækur. Kostnaður við það hlýtur þó að vera gríðarlegur og mér dettur í hug að hugmyndir um sparnað ríkissins í skólabókakaupum, sem óhjákvæmilega munu koma upp, hafi áhrif á gæði bókanna. Oft voru bækur í framhaldsskólum úreldar þrátt fyrir að þær væru greiddar af nemendum, en það var vegna þess að ekki voru til nýrri bækur á íslensku. Þegar skólabókahöfundar verða algerlega orðnir háðir ríkinu um útgáfu (því ríkið verður að kaupa bókina eigi að gefa hana út) er hætt við að þær verði endurnýjaðar enn sjaldnar, minna verði lagt í þær og jafnvel verði reynt að komast upp með færri bækur pr. áfanga. Ég vona sannarlega að þetta verði ekki raunin, ef af fríbókarstefnunni verður, því nógu andskoti lélegar voru þær nú margar fyrir, bækurnar í menntaskóla.

Ef komist er hjá þessum vandkvæðum, t.d. með gæðaeftirliti hjá félagi framhaldsskólanema, er fríbókahugmyndin ágæt. 


mbl.is SUF kallar eftir ókeypis skólabókum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svikinn af náttúrugripasafninu

Eða svo gott sem. Ég man eftir því þegar ég, árið 1989, fór með bekknum mínum á náttúrugripasafnið. Við vorum í núllbekk og var þetta einn af hápunktum vetrarins ásamt ferð á slökkvistöðina. Enn í dag man ég greinilega hvað mér fannst merkilegast á safninu: geirfulg, sverðfiskur og RISASKJALDBAKA. Reyndar fannst mér hún lang merkilegust og hún er einnig minnistæðust (skemmtileg tilviljun eða hvað?).

En ég er bara mjög svekktur yfir að hafa ekki fengið að heyra söguna af skjaldbökunni í þessari heimsókn. Það var í löngu máli farið yfir málefni þessa klaufalega geirfugls sem allt snérist um (vissulega er tegundin útdauð), en við fengum ekkert að heyra af Einari þessum sem gerði sér lítið fyrir og dró 400 kg. hitabeltisskepnu á land í Steingrímsfirði.

Sennilega af því að hann var Norðmaður.


mbl.is Fann tæplega 400 kílóa risaskjaldböku í Steingrímsfirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ránherrabílar og embættismannavagnar

Frétt á vísi segir frá því hvaða ráðherrar keyri um dýrustu bílunum, en einnit að Páll Magnússon keyri um á dýrari bíl en allir ráðherrar, utan forsætisráðherra. Um kaup ráðherra á bílum segir Böðvar Jónsson, aðstoðarmaður fjármálaráðherra að ráðuneytin fái hvert um sig fimm milljónir til bílakaupa en síðan sé þeim í sjálfvald sett hversu miklu í viðbót þau eyða af rekstrarfé ráðuneytisins í bíl fyrir ráðherra.

Hvers vegna í ósköpum leyfa ráðherrarnir sér að kaupa bíla sem kosta 8-10 milljónir? Ætlar Guðlaugur Þór til dæmis að rökstyðja það fyrir fólki að hann eyði 8 milljónum í lúxusbifreið? Væri þessum 3 auka milljónum ekki betur varið í heilbrigðismál? Er enginn bíll á 5 milljónir nógu góður svo Guðlaugur Þór geti talað í símann?

Ég tek Guðlaug Þór sem dæmi, margir aðrir eru litlu skárri.

En verst finnst mér að útvarpsstjóri skuli fá lúxusbifreið. Hvers vegna fær útvarpsstjóri yfirleitt bifreið? Getur hann ekki keyrt á sínum bíl og fengið bensínpening eins og aðrir opinberir starfsmenn. Nú vinn ég fyrir sama skítakompaní og Páll. Ég get lofað því að fleiri ferðir þarf að keyra frá mínum vinnustað en hans, enda þarf að versla mat, lyf o.fl. fyrir 6+ manns, sækja lyf, koma fólki til læknis, fara á fundi o.s.frv. Samt er enginn bíll á vinnustaðnum... ekki einu sinni Yaris. Hvernig væri að einkavæði þessi andskotans ráðuneyti, þannig að ekki væri bruðlað með peninga í svona andskotans vitleysu. Í fréttina vantar svo verðið á bíl yfirmanns útvarpsstjóra, en það mun vera menntamálaráðherra.


Demantar eru (nánast) eilífir í alvöru

demÞetta segja vinir okkar hjá nature að minnsta kosti. Í nýjasta nature podcastinu er verið að fjalla um demanta sem hafa verið aldursgreindir 4,2 milljarða ára gamlir. Í viðtali við hóp þýskra jarðfræðinga (þá sem aldursgreindu demantana) er talað um hvaða þýðingu þetta hefur fyrir túlkun jarðsögunnar. Áhugaverð og hugsanlega byltingarkennd niðurstaða.

Góða hlustun!


mbl.is Fyrsta demantasýningin á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Betra en McDonalds

Þegar ég var 16 ára var ég einn af 16 unglingum sem fengu fría ferð til Vasteras (nenni ekki redda sænskum stöfum) í Svíþjóð á grundvelli vinboðs milli Akureyrar og bæjarins. Það var ágætt. 

christEftir að þessari ágætu viku lauk tók ég lest ásamt félaga mínum til Malmö og sigldi þaðan til Kaupmannahafnar. Þetta var á Laugardagskvöldi um mitt sumar og eitthvað gekk okkur illa að finna hótelherbergi á sæmilegu verði. Við gáfumst fljótlega upp, settum töskur okkar í læsanlegan skáp við Nýhöfn og gengum rakleiðis til Kristjáníu. Það er skemmst frá því að segja að við skemmtum okkur ágætlega þar, enda vorum við að rekast óvenjulegra fólk en nokkru sinni fyrr (seinna hitt ég svo mun undarlegra fólk í Amsterdam).

Nokkru eftir að við yfirgáfum Kristjáníu kom í ljós að félagi minn hafði sennilega skemmt sér of mikið, og tók að þreytast snögglega. Þar sem við vorum aðeins 16 ára, og algerlega strípaðir af dönskum fölsuðum skilríkjum, komumst við hvergi inn á skemmtistaði. Við réðumst því inn á McDonalds, settumst við borð innst í einhverju horninu og þar sofnaði félaginn. Ég fékk mér tvo hamborgara og horfði svo út í loftið...

mcdonÁ þeirri stundu hefði ég feginn viljað gista á japönsku netkaffihúsi. Bás með sjónvarpi, tölvu og hægindastól. Það kalla ég lúxus heimilisleysi.

 


mbl.is „Netkaffihúsaflóttafólkið“ í Japan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Merkileg Merkel

Ég viðurkenni að ég var hálfpartinn feginn þegar ég heyrði að Gerard Schröder hefði tapað fyrir Angelu Merkel í kosningum árið 2005. Atvinnumálin í Þýskalandi voru slíkum vandræðum að vinstrimennska eins og hún var stundum var sennilega orðin úrelt. Hvernig er líka hægt að tala um öryggi (atvinnuöryggi, öryggisnet o.þ.h.) þegar fólk er hætt að geta fengið vinnu, jafnvel eftir 5 ára praktískt háskólanám?

Og Merkel hefur klárlega verið djarfari en forveri hennar. Nú er ég ekki vel að mér um þýsk innanríkismál, en á alþjóðavetvangi hefur hún auglýst sig vel, komið ákveðið fram og nýtt sterka stöðu Þjóðverja sem kaupendur og seljendur vöru um allan heim. Það sem sagt er frá í þessari frétt eru allt dæmi um það sem Halldór Ásgrímsson og Ólafur Ragnar Grímsson hafa gert illa. Þeir hafa flakkað um heiminn, rætt um hvernig Íslendingar geti gert bíssness, og minnst svo á mannréttindamál í lokin. Þetta hefur alltaf komið mér fyrir sjónir sem eitthvað svona: ,,Já, á meðan ég man. Þið eruð í þessum mannréttindabrotum... og ég var búinn að lofa vinnuveitendum mínum að minnast á þau." Svo takast félagarnir í hendur eftir góðlátlegt spjall um pyntingar.

En Merkel hefur líka drullað á sig. Hún er, eins og svo margir Þjóðverkjar, búin að missa algerlega sjónar af markmiðum tjáningarfrelsis. Angela Merkel lýsti jú yfir áhuga á að banna hakakrossinn fyrir ekki löngu síðan. Það vottar vissulega fyrir hræsni þegar Angela Merkel skammar Kínverja fyrir að leyfa ekki samtök eins og Falun Gong, en leyfir fólki ekki að hafa hakakross á lofti. Hakakross sem einnig er mikilvægt trúartákn í Hindúisma og fleiri asískum trúarbrögðum.


mbl.is Merkel ræðir mannréttindamál í Kína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einar hefði betur hlustað á mig...

sbr. færslu mína um lausn vandans 11. janúar síðastliðin.
mbl.is Nýsjálendingar fagna ákvörðun um hvalveiðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Amfetamín ritstjórn

Einu sinni var mér sögð saga af manni sem ég kannaðist við á Akureyri. Hann hafði ánetjast amfetamín. Þegar hann kvöld eitt fór út að skemmta sér lenti hann í slagsmálum við þrjá karlmenn sem allir voru stærri og meiri en hann. Hann var ítrekað laminn í götuna, en stóð jafnskjótt upp aftur og sló til mannanna þriggja. Þetta gerðist fjórum eða fimm sinnum.

Sumum þótti þetta mikið afrek hjá amfetamínvímaða manninum. Mér fannst þetta ótrúlega heimskulegt. Til hvers að standa alltaf upp aftur þegar löngu er orðið ljóst að maður verður laminn aftur niður.

Stundum er eins og ritstjórn og hluthafar, eða hverjir sem koma að ráðningum ritstjóra hjá Dagblaðinu, séu á amfetamíni. Það virðist alveg sama hversu oft blaðinu er hafnað, það skal alltaf fá að lifa.  


mbl.is Nýr ritstjóri DV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þetta virkilega heimsmet?

Eða eru menn annars staðar í heiminum kannski uppteknir við að vinna, fremur en að skrá heimsmet? Ég sé ekki fyrir mér að verkstjórar í S-Ameríkur eða á Indlandi séu búnir að stimpla númerið hjá Guiness inn í minni símans. Mér dettur helst í hug að Kúbanir, Kínverjar, Rússar eða N-Kóreumenn myndu fylgjast með svona, svo sýna megi lýðnum og umheiminum mátt og megin þjóðar.
mbl.is Heimsmetið í gangaborun féll á nýjan leik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Klofningur

Myndir 085
 

Í gær lenti ég í útistöðum dóttur mína. Að þessu sinni voru deilurnar ekki hugmyndafræðilegar, heldur snérust þær um þekkingarfræði, árangursmælingar og gagnsemi túlkunarfræða. Þannig vildi nefnilega til að Andrea Karítas settist niður með bók. Hún sat dágóða stund með bókina áður en ég rakst á titil hennar An Outline of Psychoanalysis eftir Sigmund Freud. Ég gat ekki reiðst barninu, enda algengt að Freud nái, líkt og Marxismi, að heilla ungviðið. Nú er bara spurning hvenær ég get fengið hana til að lesa Grunbaum og Wittgenstein. Ef hún fær að lesa Freud einhliða of lengi er svart framundan.

Myndir 084

Ástandið

cocktailÞarna er að finna margar góðar sögur sem sýna ástandið mjög skýrt. Ég segi að ástandið sjáist mjög skýrt vegna þess að ég trúi ekki að ástandið sé til. Í þessari frétt er mjög áberandi að atburðir eru að gerast utan miðbæjar. Þá er stutt síðan lögregluembættin á höfuðborgarsvæðinu voru sameinuð, og því eðlilegt að fleiri langar dagbókarfréttir fylgi slíkri sameiningu. Áður voru fréttirnar bara fleiri og styttri. 

Ég trúi því vel að þetta hafi verið óvenju erilssöm nótt, en fátt bendir til að það sé til marks um ástandið í miðbænum.

Þá bið ég lesendur æsifrétta að hafa í huga að þegar hugtak eins og ástandið liggur í loftinu munu fjölmiðlar leita sérstaklega að fréttum sem staðfesta þetta ástand. Fréttaflutningur af ofbeldi, ölvun og óþverra verður óhjákvæmilegra meiri og það er jú eina mælistika þeirra sem sjaldan koma í miðbæinn á ástandið þar.  


Djöfullegt

robot_devilMig langar að benda á skemmtilega grein Sverris Jakobssonar sagnfræðings, um túlkanir á djöflinum úr mismunandi bókum biblíunnar. Niðurstaða Sverris, að Lúsífer hafi fests í sessi vegna mistaka í þýðingu, er bæði sprenghlægileg og áhugaverð.

Greinin birtist í fréttablaðinu í dag, laugardag 25 ágúst, og er á vísi.


Fleiri heimskuleg söfn

ddrmusÞað er nóg til af heimskulegum söfnum, en sem betur fer er líka fullt af skemmtilegum söfnum. Ég fór til dæmis á afar skemmtilegt safn í Berlín, en þar er haldið utan um hversdagslegar vörur og sögur úr hversdagslífi Austur Þjóðverja. Á því safni má snerta hlutina, hægt er að setjast á bakvið stýrið á trabant og skoða dæmigert eldhús og setustofu. Ég mæli sérstaklega með að fólk skoði þetta safn.

Ég er ekki viss um að ég myndi skemmta mér eins vel á safni sem tileinkað er upphafi ruslfæðisbylgjunnar. Nú hef ég lítinn áhuga á að skipta mér af mataræði ókunnugra, og satt að segja finnst mér Big Mac góður á bragðið. Oftast líður mér þó illa eftir að hafa étið hann, bæði í maganum og andlega. Mér finnst alger óþarfi að hylla þennan óþverra, jafnvel þó hann sé góður á braðgið.

jesussaurEn annað miklu merkilegra og heimskulegra safn hefur verið opnað í Pétursborg í Kansasfylki BNA. Það safn er tileinkað sköpunartrú og er eftir því sem ég best veit dýrasta sögu- og vísindafölsun allra tíma. Víða hefur verið fjallað um opnun safnisins á vefnum, en í podcast þætti Scientific American, ScienceTalk, er viðtal við Stephen Asma þar sem hann fjallar um safnið. Hann hefur tvennt fram yfir flesta sem hafa fjallað um það: hann hefur komið á safnið og er sérfræðingur í náttúrusagnasöfnun. Þátturinn er nokkuð skemmtilegur og hægt að hlusta á hann hér.

Takið eftir því að á borða efst á síðu sköpunarsögusafnsins stendur stórum stöfum: Prepare to believe. Það hlýtur að vera kjánalegast slagorð þeirra sem láta eins og traust vísindi búi að baki ,,kenningu" sinni.


mbl.is Fertugur hamborgari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband