Tvíburar vs. systkini

Það er algengt að vísindamenn geri fjölskyldurannsóknir, þar sem tvíburar eru eineggja tvíburar eru bornir saman við tvíeggja tvíbura og/eða önnur systkini. Eineggja tvíburar hafa eins DNA á meðan tvíeggja tvíburar og systkini deila að jafnaði 50% genapara. Rannsóknir á borð við þessar hafa því þótt sniðugar til að skýra breytileika sem eigna má erfðum og breytileika sem eigna má umhverfi. En er þetta endilega sanngjarn samanburður?

sushi
Sumir tvíburar eru hræddir við að smakka sushi...

Sennilega ekki. Systkini sem alin eru upp á sama heimili af sömu foreldrum búa ekki við sama umhverfi. Ég er t.d. alin upp að hluta í Danmörku, á meðan systkini mín eru alin upp á Íslandi. Þegar ég var 6 ára var hægt að fá mikið bland í poka fyrir kr. 50, en bankinn bauð ekki upp á yfirdrátt, en þegar systkini mín eru alin upp er fimmtíukallinn verðlaus og allir með yfirdrátt. Þá breytast uppeldisaðferðir fólks með reynslunni, fólk skiptir um vinnu og ýmislegt breytist, s.s. viðvera með hverju barni á vissum æviskeiðum. Þá eru sum börn bara uppáhaldsbörn foreldra sinna, önnur börn svo auðveld að þau fá ekki sömu athygli og erfiðari börn o.s.frv. Punkturinn er: sömu foreldrar er ekki jafnt og sama umhverfi. Það er að minnsta kosti engin regla.

Hjá eineggja tvíburum er umhverfið sennilega næst því að vera hið sama. Tvíburar fæðast á sama tíma, þeir líta nánast eins út (ólíklegt að annar þyki fallegri en hinn og sé verðlaunað með meiri aðhlynningu), um þá gilda líklega sömu reglur inni á heimili, og þeir eiga jafnvel sömu vini (enda í sama skóla á sama ári). En jafnvel þó tvíburar séu líklegri til að deila umhverfi getur það breyst mjög mikið. Sjúkdómur annars tvíburans getur gert aðstæður þeirra mjög ólíkar og það þekkist að annar tvíburinn sé tekinn framyfir hinn.

Þetta eru allt atriði sem hafa þarf í huga við túlkun fjölskyldurannsókna. Rannsóknaraðferðin getur verið gagnleg, það er ekki spurning. En hún er langt frá því að vera endanleg, og niðurstöður á borð þessar sem kynntar eru hér þurfa alls ekki að koma á óvart, jafnvel þó arfgengi sé aldrei nefnt.

Annars er þessi frétt óvenju skemmtileg, enda segir hún frá gagnrýni í fleiri setningum en einni eða engri eins og venjan er í vísindafréttum mbl.is.


mbl.is Matvendni er arfgeng
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Veitingahúsaverndarinn Villi viðurkennir vitleysuna

Þannig sagði Vilhjálmur loksins eins og er. Honum var bent á þetta ,,vandamál" af hagsmunaaðilum. Heldur einhver að það hafi verið eigendur/rekstaraðilar Subway og Gyllta kattarins? Auðvitað voru það bara veitingahúsaeigendur sem voru fúlir yfir því að fólk hafi getað fengið kaldan bjór annars staðar en hjá þeim. Villi vildi þá leiðrétta þessa ósanngjörnu samkeppnisstöðu ríkissins. Villi var því aldrei með neyslustýringu og forræðishyggju, heldur verndar hann veitingahúsin eins og sönnun sjálfstæðismanni sæmir: með því að neyða neytendur til að borga hærra verð á áfengi og hjálpa fyrirtækjum umfram neytendur. Takk fyrir það, við sjáumst í strætó!
mbl.is Borgarstjóri: Mín vegna má setja kælinn upp aftur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvaða aðgerða?

Mér finnst vanta að mér sé sagt hvers vegna þetta átak stendur yfir. Eins og fréttin er skrifuð og lesin virðist helsta markmið lögreglu einungis vera að vera áberandi. Þá langar mig að vita til hvaða aðgerða var ekki gripið (eða hvaða aðgerða hefði verið gripið til ef ekki hefði allt gengið vel).

Þessi frétt er of dýr í vinnslu til að segja svona svakalega lítið.


mbl.is Víðtækt eftirlit lögreglu í morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

X-menn og -konur

mex

Það pirrar mig þegar notað er x í stað gs. Ég huxa..., félaxfræði, daxetning, lextu niður eru allt pirrandi orð. Líka hin orðin sem eru ekki skrifuð með x-i en eru skrifuð með x-i.

Takk fyrir mig


Reglustrikur hjá Office 1

Vakti athygli mína í gær að Office 1 auglýsir, nú þegar skólarnir eru að byrja, reglustrikur til sölu. Þegar ég var að hefja skólagögnu var mikil áhersla lögð á það að þetta væru sko engar strikur til að strika með heldur mælistikur, sem vissulega má nota til að draga línur (og/eða strik).

En nú virðist fólk hafa talað rangt mál það lengi að bólugrafni auglýsingasmiðurinn sem vinnur fyrir Office 1 getur með góðri samvisku kastað þessum reglustRikum út með örbylgjum, án þess að auglýsandinn hafi vit á að kvarta.

Innan 10 ára mun orðið reglustRika eflaust vera orð í glænýrri orðabók heimskringlu og Office 1 mun hafa sigrað...


Viðskiptahugmynd (nr. 2)

Í dag er ég gjafmildur. Ég hef enn eina ferðina fengið viðskiptahugmynd, sem er margra milljóna virði, en ætla að deila henni með hverjum sem vill hlýða [lesist græða] á hana. Höfundur er hlynntur CC (creative commons) og hefur skráð þessa hugmynd þar.

grolsch
Á myndina má sjá hvar ógæfumaður hefur lagt frá sér flösku af öli. Á myndinni sést hvernig raki í loftinu sest á flöskuna. Þetta er til marks um að hún sé köld, og því greinilega ógæfumaður sem á hana.

Ég set viðskiptahugmyndina upp sem einfaldar aðgerðir, svo hver sem er geti fylgt henni eftir.

1. skref: Redda stórum ísskáp og aðgangi að rafmagni í námunda við Austurvöll.

2. skref: Kaupa fullt af bjór í litlum flöskum og dósum

3. skref: auglýsa sig með því að labba hvíslandi að því unga fólki sem hangir á vellinum og er líklegt ógæfufólk. Einnig getur verið gott að láta gæfufólk vita, því sagan segir að það smakki stundum bjór í laumi.

4. skref, viðskipti: Nú fer fólk í átvr, kaupir sér bjór í stórum (500 ml) dósum eða flöskum. Það kemur svo til þín þar sem það skiptir bjórnum út fyrir bjór af sömu eða sambærilegri tegund, bara minni. Þú hirðir ágóðann! Og ekki svo að þú eigir að drekka allan stóra bjórinn, heldur rölta með hann yfir í átvr, skipta út fyrir litlar dósir og halda þannig áfram.

5. skref: Hingað til hafa engir peningar komið inn. Þeir fóru út þegar þú fylltir ísskápinn upphaflega og nú gerirðu ekkert annað en að stækka lagerinn (með því að skipta í sífellu litlum bjór fyrir stóran og stórum fyrir fleiri litla). En nú kemur aðalatriðið. Þegar þú hefur safnað lager alla vikuna (gert er ráð fyrir góðviðrisviku...) ferðu með allan ágóðann og kaupir tindavodka fyrir. Hann selurðu svo á skólaböllum grunn- og framhaldsskóla og kassjar inn!

Gæti ekki verið einfaldara.


mbl.is Kælirinn fjarlægður úr vínbúðinni í Austurstræti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslenska kirkjan móðins?

Þetta er ljómandi skemmtilegt fyrir samkynhneigða og, ef eftirfylgni verður við þessa könnun, nokkurt skref í réttindabaráttu samkynhneigðra. Sjálfur get ég ekki betur séð en að biblían hafni samkynhneigðum á nokkrum stöðum, en hún hafnar jú líka flestum og lítið við því að gera. Ef fólk vill stunda frjálslynd trúarbrögð, og prestar eru tilbúnir að boða frjálslynd trúarbrögð, ætti umhverfi okkar skána nokkuð.

gaysusEitt skil ég ekki. Af hverju er ekki bara hægt að leyfa trúuðum samkynhneigðum að fá sitt kirkjubrúðkaup, úr því að verið er að skoða athafnir fyrir samkynhneigða í kirkjum? Af hverju þarf að vera finna upp nöfn á einhverju millistigi til að halda nú örugglega fjarlægð frá þessu athæfi sem við samþykkjum, en finnst samt óþægilegt? Samkynhneigðir eiga sem sagt að vera eins og kristnir túristar í tyrkneskri mosku. Þeir mega vissulega koma inn, en verða að fara varlega til að móðga ekki helgdóm hinna sem eiga raunverulegt tilkall til trúarinnar.

Nei, kirkjan er ekki móðins. Hún er íhaldssöm stofnun, eins og trúin er í eðli sínu íhaldssöm. Íhaldssamar stofnanir taka ævinlega hænuskref til að feykja nú engu um koll, en um leið er tryggt að íhaldssamar stofnanir skara hvergi framúr. Þær dragast afturúr.

Að gefnu tilefni ætla ég að benda á skemmtilegan heimildaþátt í tveimur hlutum sem fjallar um atburðina sem leiddu til þeirrar breytingar sem var á DSM árið 1973, en þá var samkynhneigð ,,afnumin" sem geðröskun. Þátturinn er tekinn saman af Bandarískri konu, Alix Spiegel, en voru fluttir í þættinum All in the mind hjá ástralska ríkisútvarpinu fyrir skömmu.

Hér fyrir neðan eru hlekkir á þáttinn, og hér má nálgast podcast og eldri þætti af all in the mind.

Fyrri hluti

Seinni hluti


mbl.is Meirihluti presta hlynntur heimild til að staðfesta samvist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Norræna húsið: já þar líður manni vel

Norræna húsið er reyndar ekki merkilegri hönnun með manninn í forgrunni en svo að þar er ekki hægt að ræðast við með góðu mót á kaffistofunni. Kannski var það markmið Alvars að halda fólki þannig við vinnu. En bergmálið er a.m.k. skelfilegt. Þá eru húsgögn í þessari sömu kaffistofu ekki til þess fallin að þau séu notuð, heldur aðeins að á þau sé horft, enda stólarnir svo mörgum númerum stærri en borðin að ef valið er sæti upp við vegg eða glugga er eins gott að vera búinn að pissa áður.

Annars fannst mér þessi frétt skelfilega vond. Ég hef ekki hugmynd um hvað á að ræða þarna í kvöld? Á að ræða handföng Alvars Alto eða hvort fólk hafi vit eða vitleysi á arkítektúr? Voðalega lítið plug í þessari plug-frétt.


mbl.is Hafa allir vit á arkitektúr?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kvörtum Citius, Altius, Fortius!

eða hraðar, hærra og sterkar, eins og leikfimikennarinn öskraði á okkur í 5. bekk.

Það er fallegt af bresku auglýsingaeftirliststofnuninni að skoða þetta mál og banna ósannar auglýsingar. Ég tel nokkuð ljóst að lygar séu daglegt brauð í auglýsingum hérlendis, sem og annars staðar, en veit ekki undir hvaða stofnun slíkar lygar falla (þ.e. hver á að koma í veg fyrir þær).

 


 

En ef þið finnið þessa stofnun, endilega látið mig vita og kvartið yfir nýjustu lyginni milli frétta og veðurs. Ef enginn kvartar verður Q2300x næturkremið í alvörunni það eina sem getur komið í veg fyrir hrukkur. 

Sérfræðingar virðast vera allt of frjálslyndir gagnvart auglýsingalygum á meðan fólk hlýtur ekki beinan skaða af notkun auglýstu vörunnar. En fjárhagslegur skaði vegna blekkingar, hvort sem skaðinn hljóðar upp á kr. 600 eða 600.000, er líka skaði. Ég á ekki að þurfa að kaupa vöru á fölskum forsendum af því að húðlæknirinn nennti ekki að vera með vesen. 


mbl.is Bannað að auglýsa vörn gegn farsímageislum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lygari

bumHvar er þessi kaldi bjór í stykkjatali? Mér hefur a.m.k. ekki verið boðin slík þjónusta. Kannski fá þessir ógæfusömu einstaklingar að fara inn í bakherbergi þar sem boðin er úrvalsþjónusta líkt og klámhundar á vídjóleigum.

Annars þykir mér það þröng sýn á ástand miðborgarinnar (sem ég get ekki séð að sé slæmt, a.m.k. ekki á opnunartíma átvr) ef leysa á félagsleg vandamál með því að flytja til vínbúð. Villi hefur sýnt ótrúlegan vilja til að stjórna hegðun fólks í vissum hverfum, hvort sem eru spilafíklar í Breiðholti eða rónar við Austurstræti. Það er honum til lítils sóma, hvorki innan frelsisflokksins né utan hans. 


mbl.is Vill vínbúðina burt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tom Cruise englaheilunarheimsins

 

angeltalk
Einu sinni voru hálfguðlegar verur miklar hetjur á borð við  Akkíles. Svo komu fram mjúkir 90's menn á borð við Jesú Krist, töffarar á borð við Múhameð, enn meira áberandi dvergtöffarar á borð við Tom Cruise og nú þessi vesalings prinsessa. 

 

 

psychic

 

Wheeties morgunkornið, sem lítið hefur verið selt af á Íslandi, hefur alltaf verið tengt við andlit fræga fólksins, án þess að það hafi þurft að búa yfir messíöskum kröftum. Markaðsaðferðin er þó sú sama. Tengjum þessi trúarbrögð við Tom Cruise og það verða vinsælli trúarbrögð. Notum trú Mörtu Lovísu á eigin skyggnigáfu til að selja heilun og handayfirlagningu.  

Eitthvað segir mér að þessi Elisabeth Samnöy sé sú sem síðast hlær í þessu máli.


mbl.is Fyrsti skóladagurinn í „englaskóla“ Mörtu Lovísu prinsessu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þeir sem þjást að svefnleysi vaka meira

Í fréttablaðinu í dag segir eftirfarandi:
 
Svefnleysi orsakar fleiri klósettferðir
Þeir sem liggja andvaka á nóttunni gætu þurft að kasta þvagi oftar Svefnleysi veldur ekki aðeins skorti á nauðsynlegum svefni heldur er líklegt að ástandið valdi því að fólk

Þeir sem liggja andvaka á nóttunni gætu þurft að kasta þvagi oftar

Svefnleysi veldur ekki aðeins skorti á nauðsynlegum svefni heldur er líklegt að ástandið valdi því að fólk þurfi að kasta þvagi oftar. Í rannsókn sem unnin var í Danmörku framleiddu 20 manns sem haldið var vakandi meira þvag en vanalega auk þess sem þvagið innihélt meira salt. Einkennin voru mun sterkari hjá karlmönnum en konum.

Birgitte Mahler og félagar hennar í háskólasjúkrahúsinu í Árósum í Danmörku greindu engan mun á þvagframleiðslu fólksins yfir daginn á meðan það var svefnvana. Annað var uppi á teningnum á nóttunni eins og kom fram á fundi sem haldinn var í Texas í síðustu viku þar sem niðurstöður rannsóknarinnar voru kynntar.

Svefnleysi kom í veg fyrir að blóðsykurinn félli, sem gerist vanalega á nóttunni. Líklegt er því að það hafi haldið nýrnastarfseminni gangandi eins og á dagtíma. Þvag þeirra sem tóku þátt í rannsókninni reyndist einnig hafa meira magn af steinefnunum sódíum og kalíum.- keþ

Þetta eru skemmtilegar áherslur. Hver hefði trúað að það að vera vakandi leiði til líkamsstarfsemi sambærilegri við líkamsstarfsemi þeirra sem eru vakandi. Allavega ekki ég.

Það má svo bæta því við að það er ekkert  steinefni sem heitir sódíum. Á íslensku er bara til natríum. í fréttinni er þó farið rétt með  Kalíum, sem einu sinni var kynnt sem glænýja frumefnið á tunglinu: pótassíum.


Bolur: fyndinn bloggfélagsgagnrýnandi eða alvöru teljari

Það er vel þekkt hvernig sumir sem velja sér blog.is slóðir falla í þá gryfju að elta teljarann fremur en að reyna að koma einhverju á framfæri. Þetta fólk bloggar við 5-10x á dag um allar mögulegar fréttir og bæta gjarnan engu við þær. Þessar bloggfærslur eru stuttar og fjarri því að vera áhugaverðar, stundum með litlum brandara en oft bara holar. Án þess að nefna sérstök nöfn í þessu samhengi (það vita flestir hverjir þetta eru) ætla ég þó að nefna undatekninguna, stebbafr, sem skrifar langar færslur um nánast aðrar hverja frétt, án þess að bæta nokkru sem skiptir máli við umfjöllunina. Stebbi segir í raun fréttir eins og þær eru sagðar á kaffistofum. Svo smellir maður á hlekk og fær þær eins og þær eru sagðar á vefmiðlum. 

En nú er kominn nýr methafi, bolur bolsson, sem bloggar við miklu fleiri en 5-10 fréttir á dag. Þegar þetta er skrifað hefur bolur þessi bloggað um 26 fréttir... bara í dag. Um flestar hefur hann sagt 1-2 setningar. Er þessi maður að gera gys af ónefndum bloggurum (auk stebbafr) eða er hann teljararúnkari? Eða er kannski veðmál í gangi um hver verði vinsælasti moggabloggarinn í lok mánaðar?


Viðurstyggileg helgislepja sjálfsvorkennandi fórnarlamba...

...eða eitthvað svoleiðis.

Á þjóðarbókhlöðu háskólabókasafni er kaffistofukosturinn ekki betri en svo að ég þurfti að fletta í gegnum blaðið frá því á fimmtudaginn. Þetta var önnur ferð mín yfir þetta tölublað en ég rakst þó á frétt sem ég hef hundsað á fimmtudaginn. Þessi frétt var sérlega ógeðfelld og tel ég hana lýsandi fyrir hugsanahátt þeirra sem hafa verið ofverndaðir af pólitískri rétthugsun og vorkunnsemi samfélagsins við stöðu þeirra.

resevil

Samtök blökkukvenna hafa sem sagt lýst vanþóknun sinni á tölvuleiknum resident evil 5, ekki vegna þess ofbeldis sem í honum er að finna heldur vegna þess hvernig fórnarlömb í leiknum eru á litinn. Leikurinn er einn vinsælasti ofbeldisleikur sögunnar og hingað til hafa milljónir manna, kvenna og barna stútað hundruðum milljóna hvítra uppvakninga í leikjaheiminum. Nú er nýtt þema: leikurinn gerist í Afríku, og þá eru morðin allt í einu orðin rasismi.

Ekki veit ég hvað býr að baki þeirri skoðun að ekki megi sína fólk með ákveðinn húðlit myrt í tölvuleik, en ég get ekki lýst þessu með mikið betri hætti fyrirsögnin gerir hér að ofan. Þessi hagsmunasamtök hafa þá valið sér hlutverk fórnarlambs, algerlega óháð því samhengi sem blökkumenn birtast í.

Þetta minnir um margt á það þegar ég hef lent í deilum við nokkra áskrifendur póstlista femínistafélags Íslands, þar sem því hefur verið haldið fram að einstakar ógöngur einstakra kvenna tengist að sjálfsögðu kyni þeirra. Umræða var hreinlega óþörf og samhengið aukaatriði ef það féll ekki að fyrirfram ákveðnum hugmyndum þessara kvenna um kúgun kynsystra.

Þannig leyfa sumir ekki að svertingjar séu myrtir eins og hvítir í tölvuleik, og aðrir ekki að konum sé sagt upp störfum eða lendi í annars konar ógöngum sem karlar lenda reglulega í.


Enn betri lausn!

Leggjum konungsveldið niður.

Það er alltaf sorglegt að sjá hvernig fjölmiðlar tala um aristókrata, óháð hvaða Evrópuríkisarfar eiga í hlut. Allir fjölmiðlar (eða svo til allir) eru nefnilega stuðningsfólk konungsveldis. Og hvers vegna er það? Jú, konungsfjölskyldur framleiða fréttir í stórum stíl. Gúrkutíð verður á Íslandi, í Frakklandi og Bandaríkjunum. Í konungsveldum verður kóngatíð.

Vegna þessa ömurlega áhuga fjölmiðlafólks á þessum konungsbornu fólki og þeirra hagsmuna sem fylgja, telja fjölmiðlar rétt að gagnrýna alla óvenjulega hegðun þessa fólks, enda eins gott að halda því þægu svo þegnarnir taki ekki eftir fáránleika þess að ein fjölskylda í lýðræðislegu réttarríki skuli fæðast rétthærri öllum öðrum fjölskyldum landsins.

Ein tegund gagnrýninnar er á þá leið fólk geti vel afsalað sér tign sinni. Það er bara ekki svo einfalt. Í fyrsta lagi verður fólkið líklega áreitt enn meira af fjölmiðlum ef það afsalar sér tign, enda gríðarlega spennandi einstaklingar þar á ferð, sem fá ekki sömu vernd fyrir fjölmiðlum og aðrir. Þeir hafa sennilega ekki efni á höll með vörðum og auðvelt aðgengi + óvenjuleg hegðun = fleiri myndir og greinar í slúðurblöðum. Í öðru lagi er fólkið alið upp við vissar hefðir sem erfitt getur verið að losa sig undan. Það er ekki svo létt fyrir Jón Guðmundsson, son Guðmundar Jónssonar Guðmundssonar Jónssonar, að nefna einkason sinn Hallgrím. Að afneita bláu blóði sínu er sennilega ekki auðveldara.

Eina leiðin til að koma í veg fyrir þann stanslausa harmleik sem konungsveldi eru fyrir þjóðir og aristókratana sjálfa er að leggja niður konungsveldin í eitt skipti fyrir öll.

Fyrir Kristján frænda minn ætla ég svo bara að bæta við: Fuck monarchy! (bolurinn er enn hjá prentaranum...).


mbl.is Blað segir að Noregsprinsessa eigi að segja af sér prinsessutitli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband