Amfetamín ritstjórn

Einu sinni var mér sögð saga af manni sem ég kannaðist við á Akureyri. Hann hafði ánetjast amfetamín. Þegar hann kvöld eitt fór út að skemmta sér lenti hann í slagsmálum við þrjá karlmenn sem allir voru stærri og meiri en hann. Hann var ítrekað laminn í götuna, en stóð jafnskjótt upp aftur og sló til mannanna þriggja. Þetta gerðist fjórum eða fimm sinnum.

Sumum þótti þetta mikið afrek hjá amfetamínvímaða manninum. Mér fannst þetta ótrúlega heimskulegt. Til hvers að standa alltaf upp aftur þegar löngu er orðið ljóst að maður verður laminn aftur niður.

Stundum er eins og ritstjórn og hluthafar, eða hverjir sem koma að ráðningum ritstjóra hjá Dagblaðinu, séu á amfetamíni. Það virðist alveg sama hversu oft blaðinu er hafnað, það skal alltaf fá að lifa.  


mbl.is Nýr ritstjóri DV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góður!

Ragga (IP-tala skráð) 27.8.2007 kl. 19:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband