Fleiri heimskuleg söfn

ddrmusÞað er nóg til af heimskulegum söfnum, en sem betur fer er líka fullt af skemmtilegum söfnum. Ég fór til dæmis á afar skemmtilegt safn í Berlín, en þar er haldið utan um hversdagslegar vörur og sögur úr hversdagslífi Austur Þjóðverja. Á því safni má snerta hlutina, hægt er að setjast á bakvið stýrið á trabant og skoða dæmigert eldhús og setustofu. Ég mæli sérstaklega með að fólk skoði þetta safn.

Ég er ekki viss um að ég myndi skemmta mér eins vel á safni sem tileinkað er upphafi ruslfæðisbylgjunnar. Nú hef ég lítinn áhuga á að skipta mér af mataræði ókunnugra, og satt að segja finnst mér Big Mac góður á bragðið. Oftast líður mér þó illa eftir að hafa étið hann, bæði í maganum og andlega. Mér finnst alger óþarfi að hylla þennan óþverra, jafnvel þó hann sé góður á braðgið.

jesussaurEn annað miklu merkilegra og heimskulegra safn hefur verið opnað í Pétursborg í Kansasfylki BNA. Það safn er tileinkað sköpunartrú og er eftir því sem ég best veit dýrasta sögu- og vísindafölsun allra tíma. Víða hefur verið fjallað um opnun safnisins á vefnum, en í podcast þætti Scientific American, ScienceTalk, er viðtal við Stephen Asma þar sem hann fjallar um safnið. Hann hefur tvennt fram yfir flesta sem hafa fjallað um það: hann hefur komið á safnið og er sérfræðingur í náttúrusagnasöfnun. Þátturinn er nokkuð skemmtilegur og hægt að hlusta á hann hér.

Takið eftir því að á borða efst á síðu sköpunarsögusafnsins stendur stórum stöfum: Prepare to believe. Það hlýtur að vera kjánalegast slagorð þeirra sem láta eins og traust vísindi búi að baki ,,kenningu" sinni.


mbl.is Fertugur hamborgari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband