Svikinn af náttúrugripasafninu

Eða svo gott sem. Ég man eftir því þegar ég, árið 1989, fór með bekknum mínum á náttúrugripasafnið. Við vorum í núllbekk og var þetta einn af hápunktum vetrarins ásamt ferð á slökkvistöðina. Enn í dag man ég greinilega hvað mér fannst merkilegast á safninu: geirfulg, sverðfiskur og RISASKJALDBAKA. Reyndar fannst mér hún lang merkilegust og hún er einnig minnistæðust (skemmtileg tilviljun eða hvað?).

En ég er bara mjög svekktur yfir að hafa ekki fengið að heyra söguna af skjaldbökunni í þessari heimsókn. Það var í löngu máli farið yfir málefni þessa klaufalega geirfugls sem allt snérist um (vissulega er tegundin útdauð), en við fengum ekkert að heyra af Einari þessum sem gerði sér lítið fyrir og dró 400 kg. hitabeltisskepnu á land í Steingrímsfirði.

Sennilega af því að hann var Norðmaður.


mbl.is Fann tæplega 400 kílóa risaskjaldböku í Steingrímsfirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband