Skelfileg örlög

Mikið vorkenni ég þessari konu, og öllum þeim karlmönnum sem hafa komið á undan henni. Til að eiga möguleika á að verða hirðfífl, sem labbar um í grímubúningi og gætir ræfla sem aldrei hafa unnið handtak og eru lagalega rétthærri en allir aðrir, þarf að þjóna breska hernum í að minnsta kosti 22 ár. Og þetta eru þá verðlaunin sem maður fyrir 22+ ára dygga þjónustu. Að standa fyrir utan Tower of London og láta eins og fífl. 
mbl.is Fyrsta konan í 522 ára sögu varðsveitarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Viðar Freyr Guðmundsson

ég verð að leiðrétta, konungsfjölskyldan er ekki með aðsetur í Tower og London, svo að þessi ágæta kona er ekki að gæta þeirra. Tower of London er í raun safn sem er opið almenningi. Er hún því safnvörður fremur en lífvörður.

Viðar Freyr Guðmundsson, 4.9.2007 kl. 00:13

2 Smámynd: Árni Gunnar Ásgeirsson

Þakka þér fyrir þessa leiðréttingu. Í frétt á annarri hvorri sjónvarpsstöðinni var sagt að sveitin gætti drottningar og skartsins hennar (crown jewels eða hvað það kallast nú). Litlu skárra er að vera safnvörður... en maður þarf þá sjaldnar að horfast í augu við pakkið.

Árni Gunnar Ásgeirsson, 4.9.2007 kl. 08:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband