Dónaskapur

Það er ótrúlegt hvað ofurhetja íslenskra stjórnmálamanna, stóri, sænski, vöðvastælti, maraþonhlaupandi, besservitandi, læknis-, lýðheilsu- og faraldsfræðimenntaði maðurinn með ljósu lokkana og Bold and the Beautiful-klippinguna, hefur mikil áhrif á stefnumótun hérlendis. Þegar hlustað er á þennan geðþekka félaga virðast mottó og fjaðrir í hattinn vera teknar fram yfir eðlilega stefnumótun, virðingu fyrir þegnunum og almenna hófsemi. Handvirkar breytingar á reykvenjum Íslendinga og nærsveitamann eru mottó fyrrverandi heilbrigðisráðherra og, að mér sýnist, minnisvarði hennar um sjálfa sig, reistur í vonlausri stöðu. Það var jú næsta víst að Framsóknarflokkurinn hyrfi úr ríkisstjórn  eftir stutta setu Sifjar í heilbrigðisráðuneytinu. Einu málin sem við munum frá Sif eru reykingabannið  og gríðarlegur skortur á hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum.

Á næstunni getur Sif fróað réttlætiskennd sinni yfir frábæru framtaki sínu, nú þegar meira að segja sjúklingar á bráðageðdeild þurfa að fá leyfi til að labba út að gömlu Hringbraut til að reykja eða, ef þeim er bannað að yfirgefa deildina, er gefinn plástur og sagt að halda kjafti. 

Eins og venjulega í orðræðu um reykbönn er vísað til verndunar starfsfólks og annarra sem verða fyrir miklu óþægindum vegna reykinga annarra. Ef við lítum aftur til bráðdeildar geðsviðs, þá er þar sérstakt reykherbergi utandyra. Það er ómögulegt að verða fyrir ónæði af reyknum, nema þá ónæðið sem vaktmaður hverju sinni upplifir þegar hann þarf að ýta á takka og hleypa vesalingunum út. Það er því óafsakanlegt að loka þessu herbergi. Lokunin er aðeins mottó, komið í framkvæmd svo einhverjir ómerkilegir embættismenn úti í bæ geti haft plagg á vegg skrifstofu sinnar með áskriftinni: Reyklaus vinnustaður frá .... 2007. 

Þetta er auðvitað ekkert nema dónaskapur, ekki síst þegar litið er til þess að fólk hefur oftast lítið val um hvort það sé á spítala. Fólk getur valið að fara ekki á kaffihús, að vinna ekki hér eða þar o.s.frv., en það er ekki hægt að velja reykspítalann umfram hinn. Fólk þarf að vera á spítala og á því að njóta þeirra sjálfsögðu réttinda að reykja tóbak sem ríkið hefur milligöngu um að selja því.  

 


mbl.is Andað léttar á LSH
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Snilld! Fattaði við hvern var átt í fyrstu línu... ótrúlega nákvæm lýsing á manninum!! 

Heiða B. Heiðars, 8.8.2007 kl. 22:04

2 Smámynd: Árni Gunnar Ásgeirsson

Hmm... maðurinn er reyndar ekki til sem slíkur. Ekki frekar en andi jólanna í jólsögu Dickens. En hann er þarna samt og kemur þessum undarlegu hugmyndum að í stjórnarráðinu, og jafnvel víðar.

Árni Gunnar Ásgeirsson, 9.8.2007 kl. 17:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband