15.1.2007 | 12:37
Duglegir blóðgjafar
Magnað að lesa það að 50 manns hafa gefið blóð 100x eða oftar. Ég veit ekki einu sinni hvort hægt sé að gefa blóð á Akureyri, en ef svo er þarf að vinna mikla PR vinnu hjá þeim blóðbanka. Vegna þess að ég er ekki alinn upp í blóðgjafa umhverfi hef ég aldrei gefið blóð, og lítið velt því fyrir mér fyrr en ég kom í HÍ. Þar er blóðbankinn auglýstur grimmt og blóðbíllinn kemur reglulega við og tappar THC mettuðu blóði af stúdentum.
Það sem gerði mig svo enn spenntari fyrir blóðgjöfum var þegar ég komst að því að ég er í blóðflokki O-, sem ég held að sé sá sjaldgæfasti á markaðnum. Ástæða þess að ég hef aldrei látið af því verða er að skömmu eftir að ég uppgötvaði blóðflokk minn (sem var á 23ja aldursári og er örugglega Íslandsmet í seinagangi) ákvað ég að bjóða mig fram í lyfjarannsókn hjá háskólanum. Þá var ég stunginn 12x á 9 dögum af læknanema sem dældi í mig sterum og saug úr mér blóð til skiptis. Eftir þessa ömurlegu lífsreynslu hef ég ekki fengist til að vera stunginn enda handleggurinn á mér orðinn eins og á Jared Leto í Requiem for a Dream eftir allt saman.
Sem betur fer eru til menn eins og Sigurður Eggert Ingason sem berja samviskubitinu í hausinn á manni. Ég held að ég geti ekki hundsað blóðbílinn í sinni næstu ferð.
50 hafa gefið blóð 100 sinnum eða oftar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já, það var wild-card staða blóðflokksins sem var merkileg... Bíllinn kom í síðustu viku og ég fékk bráðasprautuklígju þegar ég sá hann. Það var fyrir samviskubitið.
Árni Gunnar Ásgeirsson, 15.1.2007 kl. 18:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.