Launlaust leyfi?

Það olli mér vonbrigðum að sjá að Ágúst Einarsson telur sig geta skipt um starf en haldið samt gamla starfinu. Mér þykir leiðinlegt þegar fólk lítur svona stórt á sig og telur sig eiga skilið starfsöryggi í opinberu starfi, jafnvel þegar það hættir að sinna því.

Er ekki sjálfsagt að Ágúst Einarsson þurfi að sækja um starf hjá HÍ ef hann vill koma aftur til starfa eftir 4 ár í Borgarfirðinum? Hvað með þann sem verður ráðinn í stað Ágústs? Er ekki sjálfsagt að hann haldi sínu starfi ef hann stendur sig vel?

Er þetta ekki að ætlast til að háma í sig kökuna og eiga hana líka, eins og Bandaríkjamenn segja í sífellu? Ég vona sannarlega að það sé tilætlunarsemi Ágústs, en ekki tradísjón í opinberum stöðum sem leiðir til þessara vonbrigða prófessorsins.


mbl.is Fær ekki launalaust leyfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband