Poppgetraun #2

Á meðan ríka fólkið fróar sér (sjá meðfylgjandi frétt) vona ég að aðrir takist á við poppgetraun. Aftur eru það plötuumslög sem bera á kennsl á, en að þessu sinni eru getraunin mun léttari. Að sama skapi eru verðlaunin ekki eins mögnuð. Í boði er ókeypis eftirréttur á veitingahúsinu Hereford, að því gefnu að sigurvegarinnn sé tilbúinn að segjast vera Árni Gunnar Ásgeirsson og kaupa sér aðalrétt. Verðlaun verða send í tölvupósti.

 

Nr. 1

get1

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Nr. 2

get2

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Nr. 3

get3

 

Nr. 4

get4

 

Nr. 5

get5

 

Góða skemmtun! 


mbl.is Uppkast að söngtexta selst dýrt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

OK, veit ekki hvort ég á að svara þessu hér. Veit hvort sem er ekki allt.

1. er allavega Tigermilk með Belle & Sebastian.

2. eru einhverjir síðhærðir guttar, uhm, Led Zeppelin??????

3. er örugglega frá garðyrkjustöð í Hveragerði.

4. er Mezzanine með Massive Attack.

5. er... humm... The Doors?

Pleh...

Heiða María (IP-tala skráð) 19.1.2007 kl. 13:56

2 identicon

Jæja nú virðist ætla að bera betur í veiði hjá mér en síðast. Látum okkur sjá:

1. Belle & Sebastian - Tigermilk

2. Deep Purple - Machine Head

3. Flower Power - The Agriculturist´s Nightmare ???

4. Massive Attack - Mezzanine

5. Cream - Disraeli Gears 

Og hana nú!

Kv. Helgi 

Helgi (IP-tala skráð) 19.1.2007 kl. 16:37

3 identicon

Mér sýnist helgi hafa tekið þetta.. Ég ákvað að hafa mig hægann og sjá hvað yrði skotið á svo að ég gæti síðan komið og svarað rest og stolið sigrinum...  einnig treysti ég á að nr 3 yrði svarað fyrir mig þar sem ég þekkti það ekki :( 

Það gekk þó ekki eftir og ég verð þá bara að nota míga eigin "vinninga" á Núinu og fara út að borða :P

Bíð þó spenntur eftir annari getraun og einnig fer ég að innheimta erótóska nuddið mitt ;) 

Steinar (IP-tala skráð) 19.1.2007 kl. 16:46

4 Smámynd: Árni Gunnar Ásgeirsson

Nú er búið að finna allar plöturnar, en enginn einn hefur leyst allan vandann. Þar sem Guðni var fyrri til að senda inn fjórar réttar lausnir sendi ég honum frían eftirrétt á Hereford, að því gefnu að hann þykist vera ég og borgi sjálfur aðalrétt (þetta er ekki djók heldur alvöru verðlaun).

Reyndar er ég mjög vonsvikinn með Helga, enda klikkaði hann á aðal plötunni. Það er tímamótaplatan De La Soul is Dead með stórsveitinni De La Soul. Skammastu þín!

Árni Gunnar Ásgeirsson, 19.1.2007 kl. 21:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband