20.1.2007 | 16:56
Þarf að taka upp forgjafarfyrirkomulag á HM?
Eftir skelfingu á borð við leikinn áðan er ég farinn að velta fyrir mér hvort forgjafarfyrirkomulag væri við hæfi á HM í handknattlei. Þá mynd EM auðvitað verða eina mótið sem skiptir máli, en það er líka alveg nóg að vera með almennilegt mót á 2 ára fresti.
Það er alveg skelfilega leiðinlegt að horfa á heimsmeistaramót þar sem eitt af tíu bestu liðum heims mætir liði sem er sambærilegt við 2. flokk Völsungs (fyrirgefið Húsvíkingar).
En forgjöfin myndi sennilega gera það að verkum að öll slakari lið pökkuðu í vörn og leikirnir yrðu enn leiðinlegri. Eitthvað þarf allavega að gera fyrir þetta mót...
Guðjón Valur með 15 mörk í 25 marka sigri Íslands gegn Ástralíu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.