Lagasmíðakeppnin

Er ég að verða neikvæðari með aldrinum, eða var keppnin bara ömurleg í gær? Ég myndi ekki treysta neinu þessara laga til að skipa sæti nr. 9 á lagalista breiðskífu með Á móti sól. Jafnvel ekki til að vera b-hlið á smáskífu með Landi og sonum. Þá byrjaði keppnin stórkostlega þar sem Bríet Sunna sló falsnótu um leið og hún renndi inn í viðlagið. 

Þá mætti einhver Bergþór með lag sem lagði alla áherslu á orðið þú, en glöggir hlustendur FM957 hafa sennilega tekið eftir því að Í svörtum fötum hafa þegar gefið út tvö lög sem hafa þessa áherslu. Það varð því mjög kjánalegt.

Ég get ekki sagt að ég bíði spenntur eftir næsta laugardegi, en varla verður það verra. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband