26.3.2007 | 11:18
Leggið við hlustir!
Elsku lesandi.
Nú hefur ný útvarpsstöð hafið útsendingar í Reykjvík, og gengur hún undir heitinu Reykjavík fm. Þessi útvarpsstöð er sú langbesta sem Reykvíkingar hafa fengið að njóta, og þá er ég ekki að gleyma gamla X-inu. Útvarpsstöðin er hvorki að týna sér í gullaldarglamúr né að runka nýjum lögum, sem eiga kannski ekki við, en eru bara svo vinsæl að það verður að spila þau (skammastu þín Matti!).
Þeim hefur þannig tekist að yfirstíga 2 stærstu vandamál rokkútvarpsins og útkoman er frábær. Vinsamlegast hlustið á þessi útvarpsstöð á tíðninni 101,5 eða www.reykjavikfm.is. Það er nefnilega nú eins og alltaf að um leið og góð útvarpsstöð byrjar fer ég strax að kvíða því þegar hún fer á hausinn...
Aftur: hlustið á 101,5 eða www.reykjavikfm.is
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.