26.6.2007 | 13:05
Misskilningur?
Vísir segir frá því að nú hafi fyrirtækið Alnet þróað forrit sem þýðir íslensku yfir á setningafræðilega rétta ensku. Ég geri ráð fyrir að forritið sé öflugra en hið sívinsæla Babelfish. Sömuleiðis er ég alveg viss um að forritið inniheldur einhverja galla, og það verður virkilega spennandi að frétta af misskilningi þar sem bíssness- og jafnvel stjórnmálamenn fara að misnota forritið án þess að lesa þýðinguna yfir.
Fréttir á borð við
Baugur leggur fram kæru á hendur Alnets vegna milljarðataps. Forstjóri alnets mælir gegn því að nota núliðna tíð.
og
Nýtt þorskastríð á misskilningi byggt.
eiga sennilega eftir að skemmta landanum og selja DV í stórum stíl.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.