Guðlaugur Þór og HEIMSbókmenntirnar

Atlas of Creation.jpg.w180h240Það vakti athygli mína þegar ég sá Guðlaug Þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra, í viðtali í sjónvarpsfréttum í kvöld. Ég veit satt að segja ekki hvað var rætt við ráðherrann, enda gat ég ekki rifið augun frá bók í hillu skrifstofu GÞÞ. Það var Atlas of Creation, en hún er eftir múslímskan trúarspeking og fjallar um fráleita kenningu Darwin um þróun lífvera.

Nú spyr ég: Er Guðlaugur Þór sköpunarsinni? Það væri áhugavert að vita, enda held ég að það sé afar óheppilegt ef  sköpunarsinni stjórnar fjármagni heilbrigðisráðuneytis.

Það má þó allt eins vera að bókin hafi verið gjöf, að Guðlaugur hafi áhuga á menningu miðausturlanda, eða bara eitthvað annað. En þetta er óneitanlega forvitnilegt... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband