7.7.2007 | 17:22
Skárra útlit og heimildarmyndir
Mér finnst þetta aðeins skárra. Ekki eins margir kassar...
Annars býð ég upp á þetta fræðslumyndband:
Fyrir u.þ.b. 2 árum fann ég texta sem féll afar vel að þessari heimildarmynd Matt Stone og Trey Parker á heimsíðu síentólóga, www.scientology.com. Nú virðast þeir fela þessa undirstöðufrásögn trúar sinnar, enda svo fáránleg að hún hlýtur að vera ólíkleg til að laða að fylgismenn.
Hér er svo heill þáttur af South Park sem inniheldur meðal annars heimildarmynd um bakgrun mormóna. Það er ekki síður áhugavert. Hér er svo wikipedíu hlekkur um mormónabókina, sem sýnir þetta er enginn skáldskapur hjá Stone og Parker.
Enn er þó beðið eftir almennilegri úttekt á mótmælendum í South Park. Hún hlýtur þó að vera á leiðinni.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.