Enn betri lausn!

Leggjum konungsveldið niður.

Það er alltaf sorglegt að sjá hvernig fjölmiðlar tala um aristókrata, óháð hvaða Evrópuríkisarfar eiga í hlut. Allir fjölmiðlar (eða svo til allir) eru nefnilega stuðningsfólk konungsveldis. Og hvers vegna er það? Jú, konungsfjölskyldur framleiða fréttir í stórum stíl. Gúrkutíð verður á Íslandi, í Frakklandi og Bandaríkjunum. Í konungsveldum verður kóngatíð.

Vegna þessa ömurlega áhuga fjölmiðlafólks á þessum konungsbornu fólki og þeirra hagsmuna sem fylgja, telja fjölmiðlar rétt að gagnrýna alla óvenjulega hegðun þessa fólks, enda eins gott að halda því þægu svo þegnarnir taki ekki eftir fáránleika þess að ein fjölskylda í lýðræðislegu réttarríki skuli fæðast rétthærri öllum öðrum fjölskyldum landsins.

Ein tegund gagnrýninnar er á þá leið fólk geti vel afsalað sér tign sinni. Það er bara ekki svo einfalt. Í fyrsta lagi verður fólkið líklega áreitt enn meira af fjölmiðlum ef það afsalar sér tign, enda gríðarlega spennandi einstaklingar þar á ferð, sem fá ekki sömu vernd fyrir fjölmiðlum og aðrir. Þeir hafa sennilega ekki efni á höll með vörðum og auðvelt aðgengi + óvenjuleg hegðun = fleiri myndir og greinar í slúðurblöðum. Í öðru lagi er fólkið alið upp við vissar hefðir sem erfitt getur verið að losa sig undan. Það er ekki svo létt fyrir Jón Guðmundsson, son Guðmundar Jónssonar Guðmundssonar Jónssonar, að nefna einkason sinn Hallgrím. Að afneita bláu blóði sínu er sennilega ekki auðveldara.

Eina leiðin til að koma í veg fyrir þann stanslausa harmleik sem konungsveldi eru fyrir þjóðir og aristókratana sjálfa er að leggja niður konungsveldin í eitt skipti fyrir öll.

Fyrir Kristján frænda minn ætla ég svo bara að bæta við: Fuck monarchy! (bolurinn er enn hjá prentaranum...).


mbl.is Blað segir að Noregsprinsessa eigi að segja af sér prinsessutitli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Guð minn góður hvað ég er ofsalega sammála þér. Að halda uppi heilli stórfjölskyldu á himinháum styrkjum frá ríkinu... þetta er fáránlegt! Þvílíkur skrípaleikur og fólkið borgar fyrir herlegheitin.

Lilja Sif (IP-tala skráð) 13.8.2007 kl. 13:29

2 Smámynd: Árni Gunnar Ásgeirsson

Já, góður punktur með minnisvarðann. Ég sé ekki fyrir mér að Ítalir myndu vilja halda uppi fjölskyldu sem er stanslaust með svarta dauða, þ.e. með pestina og á lyfjum til skiptis, svona til að minnast uppruna plágunnar í Evrópu. 

Árni Gunnar Ásgeirsson, 14.8.2007 kl. 11:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband