16.8.2007 | 15:56
Tom Cruise englaheilunarheimsins
Einu sinni voru hálfguðlegar verur miklar hetjur á borð við Akkíles. Svo komu fram mjúkir 90's menn á borð við Jesú Krist, töffarar á borð við Múhameð, enn meira áberandi dvergtöffarar á borð við Tom Cruise og nú þessi vesalings prinsessa.
Wheeties morgunkornið, sem lítið hefur verið selt af á Íslandi, hefur alltaf verið tengt við andlit fræga fólksins, án þess að það hafi þurft að búa yfir messíöskum kröftum. Markaðsaðferðin er þó sú sama. Tengjum þessi trúarbrögð við Tom Cruise og það verða vinsælli trúarbrögð. Notum trú Mörtu Lovísu á eigin skyggnigáfu til að selja heilun og handayfirlagningu.
Eitthvað segir mér að þessi Elisabeth Samnöy sé sú sem síðast hlær í þessu máli.
Fyrsti skóladagurinn í englaskóla Mörtu Lovísu prinsessu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sé að ég er að fullyrða of mikið. Ég hef ekki hugmynd um hvort wheeties hafi alltaf verið tengt frægum andlitum. Réttara er að segja að alla mína tíð hafi það verið svo.
Árni Gunnar Ásgeirsson, 16.8.2007 kl. 16:23
Persónulega finnst mér bara ágætt að heyra að einhver af hinum konunglegu láti sig andleg mál einhverju varða, breska krúnan er að minnsta kosti of upptekinn af skylduljósmyndatökum þegar það hendir klinki í góðgerðarstarfsemi lýðsins og pólóleik.
Ég set mína þumla upp og segi "áfram Marta, láttu englana líf og heiminn skarta" !
Lárus Gabríel Guðmundsson, 16.8.2007 kl. 20:16
EF ég gæti talað við engla myndi ég nú bara fá þá til að segja mér svona lottónúmer og kaupa mér svo eyju í karabíahafinu.... greinilega betri leið til að stofna multimilljón dala trúarbragðasamsteypur að skrifa reyfara og fá frægan hjartaknúsara með í lið...
Eftir 5-10 ára háskólanám verðum við með svipaðar tekjur eða minni og einstaklingar úti í bæ sem fóru á helgarnámskeið og fóru svo að starfa svart með 5-10.000 kr á tímann.
Steina (úr sálfræðinni) (IP-tala skráð) 17.8.2007 kl. 10:21
Gott að heyra bjartsýnar raddir. En það er vissulega rétt. Aðeins virtur doktor í sálfræði, sem starfar á 2-3 stöðum í a.m.k. 120% starfshlutfalli, getur jafnað laun sín við þá sem kunna að leggja hendur á fólk (ekki handrukkara þó) og þá sem geta veitt dna-heilun (eða hvað við viljum kalla bragð mánaðarins þennan mánuðinn).
En svo er líka hægt að ég kökuna og kúka henni líka, eins og Jóna Björg Sætran hefur gert. Hún byrjaði á að mennta sig í Háskóla og bætti svo kukl-gráðunum ofan á það. Ekki veit ég hvort það hækkar laun hennar umfram aðra kuklara, en fólk treystir henni örugglega lengur en öðrum.
Árni Gunnar Ásgeirsson, 17.8.2007 kl. 10:58
"Með PhotoReading-tækni er lesandinn jafnframt og ekki síður að undirbúa sig til að gera grein fyrir efninu sjálfstætt og þannig að það sé ekki endilega bundið við hina 20 mínútna vörsluhæfni skammtímaminnisins."
"sjálfur lestrarhraðinn með PhotoReading er um 25.000 orð á mínútu, sem svarar til að notaðar séu um 2 sekúndur fyrir hverja bókaropnu."
vá... þekkirðu þetta eitthvað meira? Ég sem er í heilan dag að lesa einn bókarkafla... :)
Annars erum ég og Sigga Dögg ákveðnar í að byrja alla meðferð á stjörnukorti svona til að fólk gleypi strax við öðrum og faglegri uppástungum... Vaxandi ljón í venus bendir til þess að þú megir ekki drekka og dópa lengur...
Steina (IP-tala skráð) 17.8.2007 kl. 11:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.