Kvörtum Citius, Altius, Fortius!

eða hraðar, hærra og sterkar, eins og leikfimikennarinn öskraði á okkur í 5. bekk.

Það er fallegt af bresku auglýsingaeftirliststofnuninni að skoða þetta mál og banna ósannar auglýsingar. Ég tel nokkuð ljóst að lygar séu daglegt brauð í auglýsingum hérlendis, sem og annars staðar, en veit ekki undir hvaða stofnun slíkar lygar falla (þ.e. hver á að koma í veg fyrir þær).

 


 

En ef þið finnið þessa stofnun, endilega látið mig vita og kvartið yfir nýjustu lyginni milli frétta og veðurs. Ef enginn kvartar verður Q2300x næturkremið í alvörunni það eina sem getur komið í veg fyrir hrukkur. 

Sérfræðingar virðast vera allt of frjálslyndir gagnvart auglýsingalygum á meðan fólk hlýtur ekki beinan skaða af notkun auglýstu vörunnar. En fjárhagslegur skaði vegna blekkingar, hvort sem skaðinn hljóðar upp á kr. 600 eða 600.000, er líka skaði. Ég á ekki að þurfa að kaupa vöru á fölskum forsendum af því að húðlæknirinn nennti ekki að vera með vesen. 


mbl.is Bannað að auglýsa vörn gegn farsímageislum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benjamín Plaggenborg

Ætli það sé ekki neytendastofa, http://www.neytendastofa.is/

Benjamín Plaggenborg, 19.8.2007 kl. 13:34

2 Smámynd: Árni Gunnar Ásgeirsson

Það er a.m.k. góð tillaga. Takk.

Árni Gunnar Ásgeirsson, 19.8.2007 kl. 13:38

3 identicon

Frábær auglýsing við greinina, hahaha!

Lilja Sif (IP-tala skráð) 20.8.2007 kl. 08:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband