Reglustrikur hjá Office 1

Vakti athygli mína í gær að Office 1 auglýsir, nú þegar skólarnir eru að byrja, reglustrikur til sölu. Þegar ég var að hefja skólagögnu var mikil áhersla lögð á það að þetta væru sko engar strikur til að strika með heldur mælistikur, sem vissulega má nota til að draga línur (og/eða strik).

En nú virðist fólk hafa talað rangt mál það lengi að bólugrafni auglýsingasmiðurinn sem vinnur fyrir Office 1 getur með góðri samvisku kastað þessum reglustRikum út með örbylgjum, án þess að auglýsandinn hafi vit á að kvarta.

Innan 10 ára mun orðið reglustRika eflaust vera orð í glænýrri orðabók heimskringlu og Office 1 mun hafa sigrað...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Oj. Það var þá greinilega reglustRika sem ég verslaði hjá Office 1 í fyrradag! Ég ætlaði að kaupa reglustiku.

Sigga (IP-tala skráð) 23.8.2007 kl. 14:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband