Brot á hlutafélagalögum?

Auglýsingin frá aptóteki á Akranesi sem birtist mér í Vesturbæjarblaðinu í gær þótti mér afar skemmtileg. Þar var okkur í vesturbæ og miðbæ bent á að við værum að greiða niður lyf hjá lyfjum og heilsu á Akranesi. Tekin voru verðdæmi úr apótekum LogH í Vesturbæ og á Akranesi. Ef rétt var farið með staðreyndir við framleiðslu þessarar auglýsingar er ljóst að LogH eru markvisst að reyna að bola þessu apóteki á Akranesi af markaði.

Nú velti ég fyrir mér hvort það sé ekki líka brot á lögum um hlutafélög að ein rekstrareining sé rekin með tapi sem borgað er niður með gróða af annarri rekstrareiningu? Nú veit ég ekki hvort þessi eining sé rekin með tapi, eða aðeins með minni hagnaði en verslanir LogH að jafnaði, en ef apótekið á Akranesi getur staðið í þeim til lengri tíma hlýtur að enda með að allur hagnaður hverfur.

En hvort sem brotin eru samkeppnislög eða samkeppnis- og hlutabréfalög hlakka ég til að sjá sektargreiðsluna sem LogH þarf að greiða. Ég er þó hræddur um að þessi tilhlökkun leysist upp í vonbrigði. Þeir sem brjóta samkeppnislög hafa ævinlega hagnast mun meira en því sem nemur sektum fyrir brotin. Það er því skylda hvers íslensks fyrirtækis að reyna að brjóta þessi lög til hagsbóta fyrir skjólstæðinga sína, þ.e. hluthafana.


mbl.is Samkeppniseftirlitið gerir húsleit hjá Lyfjum og heilsu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnar Ásgeirsson

Jú, en þetta er svona í firefox, ekki í IE. Veit ekki hvaða rugl það er, en svona kemur þetta frá mbl mönnum.

Árni Gunnar Ásgeirsson, 22.9.2007 kl. 22:54

2 identicon

Það er ekki brot á lögum, svo ég viti. Það er hins vegar vont að reka einingar með tapi, nema menn sjái fram á gróða í framtíðinni vegna þess.

Andri F. Guðmundsson (IP-tala skráð) 4.10.2007 kl. 21:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband