Verðbólga á hetjum rakin til lítils framboðs á markaði

Í dag er komin upp sú staða á Íslandi að hetjur hafa snarhækkað í verði á skömmum tíma. Í þessu smáríki, sem talið er rúmlega 1100 ára gamalt, er rík hefð fyrir hetjudýrkun en upphaf þeirrar hefðar er rakin til skriffinns á 13. öld sem nefndur var Snorri. Hann tók að sér að halda skrá yfir bestu limlestingar í sögu landsins og upp frá því urðu til hetjur. Samkvæmt klassísku hefðinni þótti best að vera góður hagyrðingur samhliða limlestingum. Á 19. öld skipti svo mestu máli að kunna að agnúast á hnitmiðaðan hátt að dönskum stjórnvöldum og nú var ekki nóg að vera hagyrðingur heldur þurfti að hafa vald á flóknari bragháttum, svo sem sonnettum, oktavíum og klámvísum.

Í seinni tíð hefur komið upp vandræðaleg staða hjá þessu litla eyríki. Limlestingar eru nú takmarkaðar við forstöðumenn betrunarheimila fyrir ódæla drengi og oft eru þeir svo skertir að þeim er varla treystandi til að kasta fram stuðlalausri ferskeytlu á mannamótum. Þessi vandi hefur leitt til gagngerar endurskoðunar á hetju hugakinu. Hingað til hefur engin skilgreining reynst nógu víð til að úr verði margar hetjur en um leið nógu þröng til að hetjurnar hljóti raunverulega aðdáun Íslendinga.

Tilraunir til dýrkunar á poppstjörnum haf valdið vonbrigðum vegna þess hve líflíkur þeirra hafa aukist. Þannig rotnar hetjuskikkjan venjulega af þegar gefnar hafa verið út 3-4 vonlausar plötur og hrukkur eru farnar að myndast í kringum augun. Þá hefur langlífi einnig komið í veg fyrir að íþróttamenn geti talist vænlegur hetjukostur. Í raun hefur aðeins ein raunveruleg hetja komið fram á 20. öldinni, Jón Páll Sigmarsson, enda dó hann fyrir aldur fram.

Íslenska ríkisstjórnin hélt áheyrnarprufur fyrir hugsanlegar hetjur árið 2006 og varð íþróttamaðurinn Bobby Fischer fyrir valinu. Sá hafði flest sem gerir góðar hetjur. Hann var með skegg, hafði unnið afrek í íþróttum og, þó hann hafi lítið gert af því að limlesta, skrifaði hann reglulega fallegan prósa um bandarísk stjórnvöld og Gyðinga.

Það er því eðllegt, eftir rúmlega árs dvöl á Íslandi, að Bobby Fischer verði jarðaður með þeim sem unnið hafa helstu menningarafrek í sögu landsins. Á meðan við náum ekki ekki að krækja í O.J. Simpsons, eða aðra raunverulega limlestara, verður Bobby að duga. Á legstein hans mætti svo rita eftirfarandi ljóð sem Bobby hristi fram úr erminni í viðtali árið 1999:

This is just a conspiracy against me by the Jews. Those filthy filthy bastards. You know they've trying to take over the world. You know they invented the Holocaust story. There's no such. there was no holocaust of the Jews in World War II. They've been pulling this shit from time immemorial about persecution. They're a filthy lying bastard people. That's all they ever do. that's all they'll ever be.

 


mbl.is Fischer grafinn á Þingvöllum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Góður texti :)

Kjartan Pétur Sigurðsson, 20.1.2008 kl. 10:16

2 Smámynd: Lárus Gabríel Guðmundsson

Góð færsla en má ekki bara láta grey kallinn hvíla í friði ? Það er að segja svo lengi sem það er ekki í lýðveldisvöggunni ?

Lárus Gabríel Guðmundsson, 21.1.2008 kl. 02:15

3 Smámynd: Guðfinna Alda

Guðfinna Alda, 22.1.2008 kl. 12:28

4 Smámynd: Sigga

Snillingur geturðu verið. Svo var hann bara grafinn í laumi.

Sigga, 23.1.2008 kl. 22:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband