Viðurstyggileg helgislepja sjálfsvorkennandi fórnarlamba...

...eða eitthvað svoleiðis.

Á þjóðarbókhlöðu háskólabókasafni er kaffistofukosturinn ekki betri en svo að ég þurfti að fletta í gegnum blaðið frá því á fimmtudaginn. Þetta var önnur ferð mín yfir þetta tölublað en ég rakst þó á frétt sem ég hef hundsað á fimmtudaginn. Þessi frétt var sérlega ógeðfelld og tel ég hana lýsandi fyrir hugsanahátt þeirra sem hafa verið ofverndaðir af pólitískri rétthugsun og vorkunnsemi samfélagsins við stöðu þeirra.

resevil

Samtök blökkukvenna hafa sem sagt lýst vanþóknun sinni á tölvuleiknum resident evil 5, ekki vegna þess ofbeldis sem í honum er að finna heldur vegna þess hvernig fórnarlömb í leiknum eru á litinn. Leikurinn er einn vinsælasti ofbeldisleikur sögunnar og hingað til hafa milljónir manna, kvenna og barna stútað hundruðum milljóna hvítra uppvakninga í leikjaheiminum. Nú er nýtt þema: leikurinn gerist í Afríku, og þá eru morðin allt í einu orðin rasismi.

Ekki veit ég hvað býr að baki þeirri skoðun að ekki megi sína fólk með ákveðinn húðlit myrt í tölvuleik, en ég get ekki lýst þessu með mikið betri hætti fyrirsögnin gerir hér að ofan. Þessi hagsmunasamtök hafa þá valið sér hlutverk fórnarlambs, algerlega óháð því samhengi sem blökkumenn birtast í.

Þetta minnir um margt á það þegar ég hef lent í deilum við nokkra áskrifendur póstlista femínistafélags Íslands, þar sem því hefur verið haldið fram að einstakar ógöngur einstakra kvenna tengist að sjálfsögðu kyni þeirra. Umræða var hreinlega óþörf og samhengið aukaatriði ef það féll ekki að fyrirfram ákveðnum hugmyndum þessara kvenna um kúgun kynsystra.

Þannig leyfa sumir ekki að svertingjar séu myrtir eins og hvítir í tölvuleik, og aðrir ekki að konum sé sagt upp störfum eða lendi í annars konar ógöngum sem karlar lenda reglulega í.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lárus Gabríel Guðmundsson

Sælir...góður punktur og fyllilega sammála. Þó svo  að sagan vitni um mismunun á svörtum gegnum tíðina (og kannski enn í dag) er það raunveruleikafirrt að krefjast sífelldrar sérmeðferðar. Gyðingarnir eru líka með hörundssárara fólki. Samt eru þetta bara mínar skoðanir og kannski hrokafullar séð í ljósi landfræðilegra forréttinda minna, þar sem jafnrétti og bræðralag hefur að mestu verið ríkjandi, a.m.k um alllangt skeið...

Lárus Gabríel Guðmundsson, 14.8.2007 kl. 00:04

2 Smámynd: Árni Gunnar Ásgeirsson

Auðvitað forðast maður að halda of miklu fram um svona, enda engin leið fyrir okkur norrænu hvítingjana að ímynda okkur það sem Gyðingar, svertingjar og stundum konur hafa lent í.

En í þessu einstaka tilviki er samhengið svo rosalega skýrt: Það eru búnir að koma út 4 leikir undir sama nafni þar sem hvíti maðurinn hefur verið drepinn í þúsundavís. Öll kynþáttagagnrýni hlýtur því að vera fyrirfram óviðeigandi.

Árni Gunnar Ásgeirsson, 14.8.2007 kl. 10:47

3 identicon

Ég skil hreinlega ekki hvernig þú getur haldið þessu fram Árni. Ertu svona mikill kynþáttahatari? Finnst þér bara allt í lagi að svertingjar séu drepnir í stórum stíl? Skil þá bara mjög vel...

Lilja Sif (IP-tala skráð) 14.8.2007 kl. 11:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband