Bolur: fyndinn bloggfélagsgagnrýnandi eða alvöru teljari

Það er vel þekkt hvernig sumir sem velja sér blog.is slóðir falla í þá gryfju að elta teljarann fremur en að reyna að koma einhverju á framfæri. Þetta fólk bloggar við 5-10x á dag um allar mögulegar fréttir og bæta gjarnan engu við þær. Þessar bloggfærslur eru stuttar og fjarri því að vera áhugaverðar, stundum með litlum brandara en oft bara holar. Án þess að nefna sérstök nöfn í þessu samhengi (það vita flestir hverjir þetta eru) ætla ég þó að nefna undatekninguna, stebbafr, sem skrifar langar færslur um nánast aðrar hverja frétt, án þess að bæta nokkru sem skiptir máli við umfjöllunina. Stebbi segir í raun fréttir eins og þær eru sagðar á kaffistofum. Svo smellir maður á hlekk og fær þær eins og þær eru sagðar á vefmiðlum. 

En nú er kominn nýr methafi, bolur bolsson, sem bloggar við miklu fleiri en 5-10 fréttir á dag. Þegar þetta er skrifað hefur bolur þessi bloggað um 26 fréttir... bara í dag. Um flestar hefur hann sagt 1-2 setningar. Er þessi maður að gera gys af ónefndum bloggurum (auk stebbafr) eða er hann teljararúnkari? Eða er kannski veðmál í gangi um hver verði vinsælasti moggabloggarinn í lok mánaðar?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bolur WHO ??  Og hvar sérðu þennann vinsældarlista ?? 

Guðrún B. (IP-tala skráð) 13.8.2007 kl. 20:05

2 Smámynd: Lárus Gabríel Guðmundsson

 Góður punktur hjá þér. Ég aðhyllist fullkomið málfrelsi og þetta er því miður einn af fylgifiskum þess en það er afar leiðingjarnt að rekast inn í þessi blogg. Samt er gaman að pæla í hversu innantómt líf þessara bloggara hlýtur að vera fyrst metnaðurinn snýst um að fá fólk inn á síðuna sína með því að smyrja framan í það endursögðum fréttum....

Lárus Gabríel Guðmundsson, 14.8.2007 kl. 00:00

3 identicon

Ég heyrði einhvers staðar að þetta væri einmitt ádeila hjá honum, að hann væri að þessu til að benda á og gera grín að því hversu leiðinleg og innihaldslaus mörg blogg eru...

Lilja Sif (IP-tala skráð) 14.8.2007 kl. 11:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband