Þeir sem þjást að svefnleysi vaka meira

Í fréttablaðinu í dag segir eftirfarandi:
 
Svefnleysi orsakar fleiri klósettferðir
Þeir sem liggja andvaka á nóttunni gætu þurft að kasta þvagi oftar Svefnleysi veldur ekki aðeins skorti á nauðsynlegum svefni heldur er líklegt að ástandið valdi því að fólk

Þeir sem liggja andvaka á nóttunni gætu þurft að kasta þvagi oftar

Svefnleysi veldur ekki aðeins skorti á nauðsynlegum svefni heldur er líklegt að ástandið valdi því að fólk þurfi að kasta þvagi oftar. Í rannsókn sem unnin var í Danmörku framleiddu 20 manns sem haldið var vakandi meira þvag en vanalega auk þess sem þvagið innihélt meira salt. Einkennin voru mun sterkari hjá karlmönnum en konum.

Birgitte Mahler og félagar hennar í háskólasjúkrahúsinu í Árósum í Danmörku greindu engan mun á þvagframleiðslu fólksins yfir daginn á meðan það var svefnvana. Annað var uppi á teningnum á nóttunni eins og kom fram á fundi sem haldinn var í Texas í síðustu viku þar sem niðurstöður rannsóknarinnar voru kynntar.

Svefnleysi kom í veg fyrir að blóðsykurinn félli, sem gerist vanalega á nóttunni. Líklegt er því að það hafi haldið nýrnastarfseminni gangandi eins og á dagtíma. Þvag þeirra sem tóku þátt í rannsókninni reyndist einnig hafa meira magn af steinefnunum sódíum og kalíum.- keþ

Þetta eru skemmtilegar áherslur. Hver hefði trúað að það að vera vakandi leiði til líkamsstarfsemi sambærilegri við líkamsstarfsemi þeirra sem eru vakandi. Allavega ekki ég.

Það má svo bæta því við að það er ekkert  steinefni sem heitir sódíum. Á íslensku er bara til natríum. í fréttinni er þó farið rétt með  Kalíum, sem einu sinni var kynnt sem glænýja frumefnið á tunglinu: pótassíum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband