21.1.2007 | 11:55
Lagasmíðakeppnin
Er ég að verða neikvæðari með aldrinum, eða var keppnin bara ömurleg í gær? Ég myndi ekki treysta neinu þessara laga til að skipa sæti nr. 9 á lagalista breiðskífu með Á móti sól. Jafnvel ekki til að vera b-hlið á smáskífu með Landi og sonum. Þá byrjaði keppnin stórkostlega þar sem Bríet Sunna sló falsnótu um leið og hún renndi inn í viðlagið.
Þá mætti einhver Bergþór með lag sem lagði alla áherslu á orðið þú, en glöggir hlustendur FM957 hafa sennilega tekið eftir því að Í svörtum fötum hafa þegar gefið út tvö lög sem hafa þessa áherslu. Það varð því mjög kjánalegt.
Ég get ekki sagt að ég bíði spenntur eftir næsta laugardegi, en varla verður það verra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.1.2007 | 19:27
Tilviljun?
![]() |
Elton John á Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.1.2007 | 17:25
2008 presidential elections!
Þessar kosningar verða að öllum líkindum mjög skemmtilegar. Repúblíkanar með allt niður um sig og líklegust til að berjast um kandídatssæti demókrata eru Hillary Clinton (kona) og Barack Obama (svartur).
Sennilega er ég ekki einn um það að bíða eftir smá tilbreytingu frá bandarísku íhaldshefðinni.
![]() |
Hillary Clinton hyggur á forsetaframboð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.1.2007 | 17:11
Skoðanakönnun
Ég rakst á bloggsíðu, sem er reyndar auð eins og er, nema hvað á spássíunni er að finna sérlega áhugaverða skoðanakönnun. Skemmtilegt sýnishorn af hugsun verðandi unglinga...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.1.2007 | 16:56
Þarf að taka upp forgjafarfyrirkomulag á HM?
Eftir skelfingu á borð við leikinn áðan er ég farinn að velta fyrir mér hvort forgjafarfyrirkomulag væri við hæfi á HM í handknattlei. Þá mynd EM auðvitað verða eina mótið sem skiptir máli, en það er líka alveg nóg að vera með almennilegt mót á 2 ára fresti.
Það er alveg skelfilega leiðinlegt að horfa á heimsmeistaramót þar sem eitt af tíu bestu liðum heims mætir liði sem er sambærilegt við 2. flokk Völsungs (fyrirgefið Húsvíkingar).
En forgjöfin myndi sennilega gera það að verkum að öll slakari lið pökkuðu í vörn og leikirnir yrðu enn leiðinlegri. Eitthvað þarf allavega að gera fyrir þetta mót...
![]() |
Guðjón Valur með 15 mörk í 25 marka sigri Íslands gegn Ástralíu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.1.2007 | 16:16
Vinsæll bloggari
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.1.2007 | 14:07
Leyfilegt að nota dauðsmannssæði
Politiken segir frá því, og sennilega mbl.is síðar í dag, að ísraelskur dómstóll hafi gefið leyfi til að frjóvga konur með sæði úr látnum hermanni. 200 konur, sem mér skilst að þekki ekki hermanninn, hafa boðið sig fram. Þetta finnst mér mjög sérstök viðbrögð.
Sjá alla fréttina hér.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.1.2007 | 14:00
Ljómandi
![]() |
Liverpool komið í 2:0 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.1.2007 | 11:20
Skemmtilegt
![]() |
Gefa einn milljarð króna í velgerðarsjóð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.1.2007 | 11:11
Akureyri, fallegasti bær á Íslandi
![]() |
Fjögur umferðaróhöpp á Akureyri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.1.2007 | 09:59
Heimski útlendingur!
Eða hvað? Er ekki fínt að einhver hafi vit á að ráðast á trassaskapinn hjá íslenskum verktökum. Get vel ímyndað mér að einhver hafi reynt að notfræra sér fræga ríka kallinn. Hann segir bara Nei! og fer með þetta í réttarsal. Vonandi að svona mál hræði verstu svikahrappana í bransanum.
![]() |
Damon Albarn stefnir Hönnun hf. |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.1.2007 | 23:09
Jón Baldvin í fimmta sæti?
Mér hefur alltaf líkað ágætlega við Nonna. Hann er laginn við að vera yfirlætislegur án þess þó að mér finnist ég sjálfur heimskur af því að hlusta á hann.
Hann hefur þó aldrei kveikt í mér, og raunar hef ég aldrei látið mér detta í hug að hann kveiki í nokkurri manneskju annarri en Bryndísi. Annað hefur þó komið á daginn. Fleiri en einn, og fleiri en tveir, voru tilbúnir að nefna nafn hans í kjöri kynþokkafyllsta manns landsins í dag. Merkilegt...
![]() |
Gísli Örn valinn kynþokkafyllsti karlmaðurinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.1.2007 | 21:53
Eru RÚVarar að draga athyglina frá frumvarpinu?
![]() |
Öllum hefur verið bjargað úr skíðalyftunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.1.2007 | 11:57
Ekki bara á Íslandi!
Fólk sem stendur í skipulegri röð er fátíð sjón í Peking þar sem frumskógarlögmálið ræður ríkjum við kvikmyndahús, lestarstöðvar, strætóskýli á leigubílatorgum svo nokkur dæmi séu tekin.
Ég hélt, satt að segja, að Ísland væri síðasta landið í heiminum þar sem frumskógarlögmálið ræður ríkjum við þessar aðstæður.
![]() |
Íbúar Peking skikkaðir í röð einu sinni í mánuði og þeim kenndir mannasiðir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)