Færsluflokkur: Bloggar

Tom Cruise englaheilunarheimsins

 

angeltalk
Einu sinni voru hálfguðlegar verur miklar hetjur á borð við  Akkíles. Svo komu fram mjúkir 90's menn á borð við Jesú Krist, töffarar á borð við Múhameð, enn meira áberandi dvergtöffarar á borð við Tom Cruise og nú þessi vesalings prinsessa. 

 

 

psychic

 

Wheeties morgunkornið, sem lítið hefur verið selt af á Íslandi, hefur alltaf verið tengt við andlit fræga fólksins, án þess að það hafi þurft að búa yfir messíöskum kröftum. Markaðsaðferðin er þó sú sama. Tengjum þessi trúarbrögð við Tom Cruise og það verða vinsælli trúarbrögð. Notum trú Mörtu Lovísu á eigin skyggnigáfu til að selja heilun og handayfirlagningu.  

Eitthvað segir mér að þessi Elisabeth Samnöy sé sú sem síðast hlær í þessu máli.


mbl.is Fyrsti skóladagurinn í „englaskóla“ Mörtu Lovísu prinsessu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þeir sem þjást að svefnleysi vaka meira

Í fréttablaðinu í dag segir eftirfarandi:
 
Svefnleysi orsakar fleiri klósettferðir
Þeir sem liggja andvaka á nóttunni gætu þurft að kasta þvagi oftar Svefnleysi veldur ekki aðeins skorti á nauðsynlegum svefni heldur er líklegt að ástandið valdi því að fólk

Þeir sem liggja andvaka á nóttunni gætu þurft að kasta þvagi oftar

Svefnleysi veldur ekki aðeins skorti á nauðsynlegum svefni heldur er líklegt að ástandið valdi því að fólk þurfi að kasta þvagi oftar. Í rannsókn sem unnin var í Danmörku framleiddu 20 manns sem haldið var vakandi meira þvag en vanalega auk þess sem þvagið innihélt meira salt. Einkennin voru mun sterkari hjá karlmönnum en konum.

Birgitte Mahler og félagar hennar í háskólasjúkrahúsinu í Árósum í Danmörku greindu engan mun á þvagframleiðslu fólksins yfir daginn á meðan það var svefnvana. Annað var uppi á teningnum á nóttunni eins og kom fram á fundi sem haldinn var í Texas í síðustu viku þar sem niðurstöður rannsóknarinnar voru kynntar.

Svefnleysi kom í veg fyrir að blóðsykurinn félli, sem gerist vanalega á nóttunni. Líklegt er því að það hafi haldið nýrnastarfseminni gangandi eins og á dagtíma. Þvag þeirra sem tóku þátt í rannsókninni reyndist einnig hafa meira magn af steinefnunum sódíum og kalíum.- keþ

Þetta eru skemmtilegar áherslur. Hver hefði trúað að það að vera vakandi leiði til líkamsstarfsemi sambærilegri við líkamsstarfsemi þeirra sem eru vakandi. Allavega ekki ég.

Það má svo bæta því við að það er ekkert  steinefni sem heitir sódíum. Á íslensku er bara til natríum. í fréttinni er þó farið rétt með  Kalíum, sem einu sinni var kynnt sem glænýja frumefnið á tunglinu: pótassíum.


Bolur: fyndinn bloggfélagsgagnrýnandi eða alvöru teljari

Það er vel þekkt hvernig sumir sem velja sér blog.is slóðir falla í þá gryfju að elta teljarann fremur en að reyna að koma einhverju á framfæri. Þetta fólk bloggar við 5-10x á dag um allar mögulegar fréttir og bæta gjarnan engu við þær. Þessar bloggfærslur eru stuttar og fjarri því að vera áhugaverðar, stundum með litlum brandara en oft bara holar. Án þess að nefna sérstök nöfn í þessu samhengi (það vita flestir hverjir þetta eru) ætla ég þó að nefna undatekninguna, stebbafr, sem skrifar langar færslur um nánast aðrar hverja frétt, án þess að bæta nokkru sem skiptir máli við umfjöllunina. Stebbi segir í raun fréttir eins og þær eru sagðar á kaffistofum. Svo smellir maður á hlekk og fær þær eins og þær eru sagðar á vefmiðlum. 

En nú er kominn nýr methafi, bolur bolsson, sem bloggar við miklu fleiri en 5-10 fréttir á dag. Þegar þetta er skrifað hefur bolur þessi bloggað um 26 fréttir... bara í dag. Um flestar hefur hann sagt 1-2 setningar. Er þessi maður að gera gys af ónefndum bloggurum (auk stebbafr) eða er hann teljararúnkari? Eða er kannski veðmál í gangi um hver verði vinsælasti moggabloggarinn í lok mánaðar?


Viðurstyggileg helgislepja sjálfsvorkennandi fórnarlamba...

...eða eitthvað svoleiðis.

Á þjóðarbókhlöðu háskólabókasafni er kaffistofukosturinn ekki betri en svo að ég þurfti að fletta í gegnum blaðið frá því á fimmtudaginn. Þetta var önnur ferð mín yfir þetta tölublað en ég rakst þó á frétt sem ég hef hundsað á fimmtudaginn. Þessi frétt var sérlega ógeðfelld og tel ég hana lýsandi fyrir hugsanahátt þeirra sem hafa verið ofverndaðir af pólitískri rétthugsun og vorkunnsemi samfélagsins við stöðu þeirra.

resevil

Samtök blökkukvenna hafa sem sagt lýst vanþóknun sinni á tölvuleiknum resident evil 5, ekki vegna þess ofbeldis sem í honum er að finna heldur vegna þess hvernig fórnarlömb í leiknum eru á litinn. Leikurinn er einn vinsælasti ofbeldisleikur sögunnar og hingað til hafa milljónir manna, kvenna og barna stútað hundruðum milljóna hvítra uppvakninga í leikjaheiminum. Nú er nýtt þema: leikurinn gerist í Afríku, og þá eru morðin allt í einu orðin rasismi.

Ekki veit ég hvað býr að baki þeirri skoðun að ekki megi sína fólk með ákveðinn húðlit myrt í tölvuleik, en ég get ekki lýst þessu með mikið betri hætti fyrirsögnin gerir hér að ofan. Þessi hagsmunasamtök hafa þá valið sér hlutverk fórnarlambs, algerlega óháð því samhengi sem blökkumenn birtast í.

Þetta minnir um margt á það þegar ég hef lent í deilum við nokkra áskrifendur póstlista femínistafélags Íslands, þar sem því hefur verið haldið fram að einstakar ógöngur einstakra kvenna tengist að sjálfsögðu kyni þeirra. Umræða var hreinlega óþörf og samhengið aukaatriði ef það féll ekki að fyrirfram ákveðnum hugmyndum þessara kvenna um kúgun kynsystra.

Þannig leyfa sumir ekki að svertingjar séu myrtir eins og hvítir í tölvuleik, og aðrir ekki að konum sé sagt upp störfum eða lendi í annars konar ógöngum sem karlar lenda reglulega í.


Enn betri lausn!

Leggjum konungsveldið niður.

Það er alltaf sorglegt að sjá hvernig fjölmiðlar tala um aristókrata, óháð hvaða Evrópuríkisarfar eiga í hlut. Allir fjölmiðlar (eða svo til allir) eru nefnilega stuðningsfólk konungsveldis. Og hvers vegna er það? Jú, konungsfjölskyldur framleiða fréttir í stórum stíl. Gúrkutíð verður á Íslandi, í Frakklandi og Bandaríkjunum. Í konungsveldum verður kóngatíð.

Vegna þessa ömurlega áhuga fjölmiðlafólks á þessum konungsbornu fólki og þeirra hagsmuna sem fylgja, telja fjölmiðlar rétt að gagnrýna alla óvenjulega hegðun þessa fólks, enda eins gott að halda því þægu svo þegnarnir taki ekki eftir fáránleika þess að ein fjölskylda í lýðræðislegu réttarríki skuli fæðast rétthærri öllum öðrum fjölskyldum landsins.

Ein tegund gagnrýninnar er á þá leið fólk geti vel afsalað sér tign sinni. Það er bara ekki svo einfalt. Í fyrsta lagi verður fólkið líklega áreitt enn meira af fjölmiðlum ef það afsalar sér tign, enda gríðarlega spennandi einstaklingar þar á ferð, sem fá ekki sömu vernd fyrir fjölmiðlum og aðrir. Þeir hafa sennilega ekki efni á höll með vörðum og auðvelt aðgengi + óvenjuleg hegðun = fleiri myndir og greinar í slúðurblöðum. Í öðru lagi er fólkið alið upp við vissar hefðir sem erfitt getur verið að losa sig undan. Það er ekki svo létt fyrir Jón Guðmundsson, son Guðmundar Jónssonar Guðmundssonar Jónssonar, að nefna einkason sinn Hallgrím. Að afneita bláu blóði sínu er sennilega ekki auðveldara.

Eina leiðin til að koma í veg fyrir þann stanslausa harmleik sem konungsveldi eru fyrir þjóðir og aristókratana sjálfa er að leggja niður konungsveldin í eitt skipti fyrir öll.

Fyrir Kristján frænda minn ætla ég svo bara að bæta við: Fuck monarchy! (bolurinn er enn hjá prentaranum...).


mbl.is Blað segir að Noregsprinsessa eigi að segja af sér prinsessutitli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góða helgi!

homogayÉg er bókaðir í bæði brúðkaup og afmæli um helgina, og mun því sennilega missa af því þegar karlmaður í T-strengsnærbuxum hristir á sér kynfærin, aðeins um 40 sm. frá andliti mínu um leið og hann sveiflar fána og klípur í rassinn á unnusta sínum. Engu að síður óska ég öllum sem munu taka virkan þátt í gleðigöngunni, og skemmtunum tengdum henni, góðrar helgi.

 

Um leið ætla ég að krækja í þessa grein um ættleiðngar samkynhneigðra sem ég skrifaði fyrir nokkru síðan. Hún er í eigu annars vefrits og því birti ég hana ekki hér. 


mbl.is Steini Díva krýndur dragdrottning Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auglýsingar?

Það vantar inn í þessa frétt upplýsingar um hvort börnin hafi reynslu af vörum McDonalds. Það kann að hafa mikil áhrif, ef börnin hafa almennt fengið máltíðir þaðan, sem hafa verið góðar, þ.e. jákvæð reynsla fyrir börnin. Án þessara upplýsinga er ekki hægt að kenna auglýsingum um. Ég nenni því miður ekki að elta þessa rannsókn uppi og lesa. Niðurstaðan er, hvort sem hún er tilkomin vegna auglýsinga eða vegna ferða kalifornískra fjölskyldna McDonalds, áhugaverð og getur hjálpað okkur að skilja hvernig best er að beina börnum frá óþverranum.
mbl.is Allur matur góður ef hann er merktur McDonalds
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dónaskapur

Það er ótrúlegt hvað ofurhetja íslenskra stjórnmálamanna, stóri, sænski, vöðvastælti, maraþonhlaupandi, besservitandi, læknis-, lýðheilsu- og faraldsfræðimenntaði maðurinn með ljósu lokkana og Bold and the Beautiful-klippinguna, hefur mikil áhrif á stefnumótun hérlendis. Þegar hlustað er á þennan geðþekka félaga virðast mottó og fjaðrir í hattinn vera teknar fram yfir eðlilega stefnumótun, virðingu fyrir þegnunum og almenna hófsemi. Handvirkar breytingar á reykvenjum Íslendinga og nærsveitamann eru mottó fyrrverandi heilbrigðisráðherra og, að mér sýnist, minnisvarði hennar um sjálfa sig, reistur í vonlausri stöðu. Það var jú næsta víst að Framsóknarflokkurinn hyrfi úr ríkisstjórn  eftir stutta setu Sifjar í heilbrigðisráðuneytinu. Einu málin sem við munum frá Sif eru reykingabannið  og gríðarlegur skortur á hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum.

Á næstunni getur Sif fróað réttlætiskennd sinni yfir frábæru framtaki sínu, nú þegar meira að segja sjúklingar á bráðageðdeild þurfa að fá leyfi til að labba út að gömlu Hringbraut til að reykja eða, ef þeim er bannað að yfirgefa deildina, er gefinn plástur og sagt að halda kjafti. 

Eins og venjulega í orðræðu um reykbönn er vísað til verndunar starfsfólks og annarra sem verða fyrir miklu óþægindum vegna reykinga annarra. Ef við lítum aftur til bráðdeildar geðsviðs, þá er þar sérstakt reykherbergi utandyra. Það er ómögulegt að verða fyrir ónæði af reyknum, nema þá ónæðið sem vaktmaður hverju sinni upplifir þegar hann þarf að ýta á takka og hleypa vesalingunum út. Það er því óafsakanlegt að loka þessu herbergi. Lokunin er aðeins mottó, komið í framkvæmd svo einhverjir ómerkilegir embættismenn úti í bæ geti haft plagg á vegg skrifstofu sinnar með áskriftinni: Reyklaus vinnustaður frá .... 2007. 

Þetta er auðvitað ekkert nema dónaskapur, ekki síst þegar litið er til þess að fólk hefur oftast lítið val um hvort það sé á spítala. Fólk getur valið að fara ekki á kaffihús, að vinna ekki hér eða þar o.s.frv., en það er ekki hægt að velja reykspítalann umfram hinn. Fólk þarf að vera á spítala og á því að njóta þeirra sjálfsögðu réttinda að reykja tóbak sem ríkið hefur milligöngu um að selja því.  

 


mbl.is Andað léttar á LSH
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góðar fréttir

Það eina sem vantar við þessa frétt er að Elín Hirst biður okkur ekki um að benda sér á fleiri góðar fréttir. Fyrir fólk sem hefur horft upp á forfeður eða -mæður hrörna með Alzheimer er þetta vissulega góð hvatning... og ég nýbúinn að kaupa espresso maskínu.

Ef í ljós kemur að þetta er bull og vitleysa, hef ég a.m.k. lifað góðu og kaffiríku lífi.


mbl.is Kaffidrykkja við elliglöpum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Líklega um íkveikju að ræða

Hver kannast ekki við að hafa verið á leikvellinum í gamla daga og allt í einu stóðu rólurnar í ljósum logum? Hver hefur ekki sviðið á sér rasskinnarnar við að renna sér niður brennandi rennibraut? Aðeins vinir mínir í Spinal Tap geta skýrt brennandi leiktæki án þess að minnast á íkveikju. 

 


mbl.is Íkveikja á Miklatúni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband