Færsluflokkur: Bloggar
24.8.2007 | 11:03
Tvíburar vs. systkini
Það er algengt að vísindamenn geri fjölskyldurannsóknir, þar sem tvíburar eru eineggja tvíburar eru bornir saman við tvíeggja tvíbura og/eða önnur systkini. Eineggja tvíburar hafa eins DNA á meðan tvíeggja tvíburar og systkini deila að jafnaði 50% genapara. Rannsóknir á borð við þessar hafa því þótt sniðugar til að skýra breytileika sem eigna má erfðum og breytileika sem eigna má umhverfi. En er þetta endilega sanngjarn samanburður?
Sennilega ekki. Systkini sem alin eru upp á sama heimili af sömu foreldrum búa ekki við sama umhverfi. Ég er t.d. alin upp að hluta í Danmörku, á meðan systkini mín eru alin upp á Íslandi. Þegar ég var 6 ára var hægt að fá mikið bland í poka fyrir kr. 50, en bankinn bauð ekki upp á yfirdrátt, en þegar systkini mín eru alin upp er fimmtíukallinn verðlaus og allir með yfirdrátt. Þá breytast uppeldisaðferðir fólks með reynslunni, fólk skiptir um vinnu og ýmislegt breytist, s.s. viðvera með hverju barni á vissum æviskeiðum. Þá eru sum börn bara uppáhaldsbörn foreldra sinna, önnur börn svo auðveld að þau fá ekki sömu athygli og erfiðari börn o.s.frv. Punkturinn er: sömu foreldrar er ekki jafnt og sama umhverfi. Það er að minnsta kosti engin regla.
Hjá eineggja tvíburum er umhverfið sennilega næst því að vera hið sama. Tvíburar fæðast á sama tíma, þeir líta nánast eins út (ólíklegt að annar þyki fallegri en hinn og sé verðlaunað með meiri aðhlynningu), um þá gilda líklega sömu reglur inni á heimili, og þeir eiga jafnvel sömu vini (enda í sama skóla á sama ári). En jafnvel þó tvíburar séu líklegri til að deila umhverfi getur það breyst mjög mikið. Sjúkdómur annars tvíburans getur gert aðstæður þeirra mjög ólíkar og það þekkist að annar tvíburinn sé tekinn framyfir hinn.
Þetta eru allt atriði sem hafa þarf í huga við túlkun fjölskyldurannsókna. Rannsóknaraðferðin getur verið gagnleg, það er ekki spurning. En hún er langt frá því að vera endanleg, og niðurstöður á borð þessar sem kynntar eru hér þurfa alls ekki að koma á óvart, jafnvel þó arfgengi sé aldrei nefnt.
Annars er þessi frétt óvenju skemmtileg, enda segir hún frá gagnrýni í fleiri setningum en einni eða engri eins og venjan er í vísindafréttum mbl.is.
Matvendni er arfgeng | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.8.2007 | 18:59
Veitingahúsaverndarinn Villi viðurkennir vitleysuna
Borgarstjóri: Mín vegna má setja kælinn upp aftur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.8.2007 | 11:48
Hvaða aðgerða?
Mér finnst vanta að mér sé sagt hvers vegna þetta átak stendur yfir. Eins og fréttin er skrifuð og lesin virðist helsta markmið lögreglu einungis vera að vera áberandi. Þá langar mig að vita til hvaða aðgerða var ekki gripið (eða hvaða aðgerða hefði verið gripið til ef ekki hefði allt gengið vel).
Þessi frétt er of dýr í vinnslu til að segja svona svakalega lítið.
Víðtækt eftirlit lögreglu í morgun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.8.2007 | 09:18
X-menn og -konur
Það pirrar mig þegar notað er x í stað gs. Ég huxa..., félaxfræði, daxetning, lextu niður eru allt pirrandi orð. Líka hin orðin sem eru ekki skrifuð með x-i en eru skrifuð með x-i.
Takk fyrir mig
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.8.2007 | 08:59
Reglustrikur hjá Office 1
Vakti athygli mína í gær að Office 1 auglýsir, nú þegar skólarnir eru að byrja, reglustrikur til sölu. Þegar ég var að hefja skólagögnu var mikil áhersla lögð á það að þetta væru sko engar strikur til að strika með heldur mælistikur, sem vissulega má nota til að draga línur (og/eða strik).
En nú virðist fólk hafa talað rangt mál það lengi að bólugrafni auglýsingasmiðurinn sem vinnur fyrir Office 1 getur með góðri samvisku kastað þessum reglustRikum út með örbylgjum, án þess að auglýsandinn hafi vit á að kvarta.
Innan 10 ára mun orðið reglustRika eflaust vera orð í glænýrri orðabók heimskringlu og Office 1 mun hafa sigrað...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.8.2007 | 09:40
Viðskiptahugmynd (nr. 2)
Í dag er ég gjafmildur. Ég hef enn eina ferðina fengið viðskiptahugmynd, sem er margra milljóna virði, en ætla að deila henni með hverjum sem vill hlýða [lesist græða] á hana. Höfundur er hlynntur CC (creative commons) og hefur skráð þessa hugmynd þar.
Ég set viðskiptahugmyndina upp sem einfaldar aðgerðir, svo hver sem er geti fylgt henni eftir.
1. skref: Redda stórum ísskáp og aðgangi að rafmagni í námunda við Austurvöll.
2. skref: Kaupa fullt af bjór í litlum flöskum og dósum
3. skref: auglýsa sig með því að labba hvíslandi að því unga fólki sem hangir á vellinum og er líklegt ógæfufólk. Einnig getur verið gott að láta gæfufólk vita, því sagan segir að það smakki stundum bjór í laumi.
4. skref, viðskipti: Nú fer fólk í átvr, kaupir sér bjór í stórum (500 ml) dósum eða flöskum. Það kemur svo til þín þar sem það skiptir bjórnum út fyrir bjór af sömu eða sambærilegri tegund, bara minni. Þú hirðir ágóðann! Og ekki svo að þú eigir að drekka allan stóra bjórinn, heldur rölta með hann yfir í átvr, skipta út fyrir litlar dósir og halda þannig áfram.
5. skref: Hingað til hafa engir peningar komið inn. Þeir fóru út þegar þú fylltir ísskápinn upphaflega og nú gerirðu ekkert annað en að stækka lagerinn (með því að skipta í sífellu litlum bjór fyrir stóran og stórum fyrir fleiri litla). En nú kemur aðalatriðið. Þegar þú hefur safnað lager alla vikuna (gert er ráð fyrir góðviðrisviku...) ferðu með allan ágóðann og kaupir tindavodka fyrir. Hann selurðu svo á skólaböllum grunn- og framhaldsskóla og kassjar inn!
Gæti ekki verið einfaldara.
Kælirinn fjarlægður úr vínbúðinni í Austurstræti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
21.8.2007 | 15:38
Íslenska kirkjan móðins?
Þetta er ljómandi skemmtilegt fyrir samkynhneigða og, ef eftirfylgni verður við þessa könnun, nokkurt skref í réttindabaráttu samkynhneigðra. Sjálfur get ég ekki betur séð en að biblían hafni samkynhneigðum á nokkrum stöðum, en hún hafnar jú líka flestum og lítið við því að gera. Ef fólk vill stunda frjálslynd trúarbrögð, og prestar eru tilbúnir að boða frjálslynd trúarbrögð, ætti umhverfi okkar skána nokkuð.
Eitt skil ég ekki. Af hverju er ekki bara hægt að leyfa trúuðum samkynhneigðum að fá sitt kirkjubrúðkaup, úr því að verið er að skoða athafnir fyrir samkynhneigða í kirkjum? Af hverju þarf að vera finna upp nöfn á einhverju millistigi til að halda nú örugglega fjarlægð frá þessu athæfi sem við samþykkjum, en finnst samt óþægilegt? Samkynhneigðir eiga sem sagt að vera eins og kristnir túristar í tyrkneskri mosku. Þeir mega vissulega koma inn, en verða að fara varlega til að móðga ekki helgdóm hinna sem eiga raunverulegt tilkall til trúarinnar.
Nei, kirkjan er ekki móðins. Hún er íhaldssöm stofnun, eins og trúin er í eðli sínu íhaldssöm. Íhaldssamar stofnanir taka ævinlega hænuskref til að feykja nú engu um koll, en um leið er tryggt að íhaldssamar stofnanir skara hvergi framúr. Þær dragast afturúr.
Að gefnu tilefni ætla ég að benda á skemmtilegan heimildaþátt í tveimur hlutum sem fjallar um atburðina sem leiddu til þeirrar breytingar sem var á DSM árið 1973, en þá var samkynhneigð ,,afnumin" sem geðröskun. Þátturinn er tekinn saman af Bandarískri konu, Alix Spiegel, en voru fluttir í þættinum All in the mind hjá ástralska ríkisútvarpinu fyrir skömmu.
Hér fyrir neðan eru hlekkir á þáttinn, og hér má nálgast podcast og eldri þætti af all in the mind.
Meirihluti presta hlynntur heimild til að staðfesta samvist | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.8.2007 | 14:18
Norræna húsið: já þar líður manni vel
Norræna húsið er reyndar ekki merkilegri hönnun með manninn í forgrunni en svo að þar er ekki hægt að ræðast við með góðu mót á kaffistofunni. Kannski var það markmið Alvars að halda fólki þannig við vinnu. En bergmálið er a.m.k. skelfilegt. Þá eru húsgögn í þessari sömu kaffistofu ekki til þess fallin að þau séu notuð, heldur aðeins að á þau sé horft, enda stólarnir svo mörgum númerum stærri en borðin að ef valið er sæti upp við vegg eða glugga er eins gott að vera búinn að pissa áður.
Annars fannst mér þessi frétt skelfilega vond. Ég hef ekki hugmynd um hvað á að ræða þarna í kvöld? Á að ræða handföng Alvars Alto eða hvort fólk hafi vit eða vitleysi á arkítektúr? Voðalega lítið plug í þessari plug-frétt.
Hafa allir vit á arkitektúr? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.8.2007 | 13:02
Kvörtum Citius, Altius, Fortius!
eða hraðar, hærra og sterkar, eins og leikfimikennarinn öskraði á okkur í 5. bekk.
Það er fallegt af bresku auglýsingaeftirliststofnuninni að skoða þetta mál og banna ósannar auglýsingar. Ég tel nokkuð ljóst að lygar séu daglegt brauð í auglýsingum hérlendis, sem og annars staðar, en veit ekki undir hvaða stofnun slíkar lygar falla (þ.e. hver á að koma í veg fyrir þær).
En ef þið finnið þessa stofnun, endilega látið mig vita og kvartið yfir nýjustu lyginni milli frétta og veðurs. Ef enginn kvartar verður Q2300x næturkremið í alvörunni það eina sem getur komið í veg fyrir hrukkur.
Sérfræðingar virðast vera allt of frjálslyndir gagnvart auglýsingalygum á meðan fólk hlýtur ekki beinan skaða af notkun auglýstu vörunnar. En fjárhagslegur skaði vegna blekkingar, hvort sem skaðinn hljóðar upp á kr. 600 eða 600.000, er líka skaði. Ég á ekki að þurfa að kaupa vöru á fölskum forsendum af því að húðlæknirinn nennti ekki að vera með vesen.
Bannað að auglýsa vörn gegn farsímageislum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
17.8.2007 | 08:14
Lygari
Hvar er þessi kaldi bjór í stykkjatali? Mér hefur a.m.k. ekki verið boðin slík þjónusta. Kannski fá þessir ógæfusömu einstaklingar að fara inn í bakherbergi þar sem boðin er úrvalsþjónusta líkt og klámhundar á vídjóleigum.
Annars þykir mér það þröng sýn á ástand miðborgarinnar (sem ég get ekki séð að sé slæmt, a.m.k. ekki á opnunartíma átvr) ef leysa á félagsleg vandamál með því að flytja til vínbúð. Villi hefur sýnt ótrúlegan vilja til að stjórna hegðun fólks í vissum hverfum, hvort sem eru spilafíklar í Breiðholti eða rónar við Austurstræti. Það er honum til lítils sóma, hvorki innan frelsisflokksins né utan hans.
Vill vínbúðina burt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)