Ekkert mál að finna kaupendur?

Já, við bíðum öll spennt eftir því að sjá kaupendur að 100 tonnum af hvalkjöti. Og ef það gengur ekki mun Pétur Blöndal sennilega taka að sér að fæða fátæka út úr frystigeymslunum.

Enn þann daga í dag skil ég ekki hvers vegna mín hugmynd hefur aldrei verið tekin til skoðunar. En hún er sú að ef hvalirnir eru að fara svona illa með fiskistofnana þá eigi bara að skjóta þá og sökkva þeim. Skósveinar ríkisstjórnarinnar ráða sjóræningjaskip, skráð í Belize, til að sigla um með fallbyssur og skjóta hvali að næturlagi. Við sporð þeirra er svo bundið lóð (t.d. ónýtt brotajárn) og þeim sökkt. Enginn þarf að vita af þessu, enginn fer í fýlu og í stað þess að vera étinn af hval getur þorskurinn nú gætt sér á rotnandi hræi bundnu við hafsbotninn.

Svona sé ég hvalaskoðun fyrir mér í framtíðinni. Fyrir skömmu síðan var talað um hákarlaköfun í S-Afríku. Af hverju ekki hvalaköfun? En þessu þyrfti auðvitað að halda leyndu fyrir útlendingum... 

 hvalaskodun


mbl.is Um 100 tonn af hvalkjöti enn í frystigeymslum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband