Hvaða vitleysa?

Er það ekki sögufölsun að breyta kyni biblíunnar? Voru íslenskar þýðingar rangar, af því að þýðendur ,,héldu með" körlum, eða voru þeir sem skrifuðu bækur biblíunnar einfaldlega karlrembur? Ég held að það seinna eigi við og þess vegna þykir mér kjánalegt að breyta þýðingunni á þennan hátt.

Það er leiðinlegt að kristin trúarhefð boði ekki meira umburðarlyndi en raun ber vitni. Það er leiðinlegt að konur sé ekki jafnar körlum í biblíunni og samkynhneigðir megi ekki láta eins og þeim er eðlislægt. Þetta er allt voðalega leiðinlegt, en svona er það nú samt. Þetta ætti ekki að vera neitt sérstakt vandamál þar sem ekki er ætlast til að fólk trúi á biblíuna í dag.

Sjálfur hef ég svo sem engra hagsmuna að gæta. Ég trúi ekki því sem í biblíuna er ritað, hvort sem hún er skrifuð í karlkyni eða hvorugkyni. Það mætti breyta Golíat í geimveru og Móse í kíklóp mín vegna. Ég kemst samt ekki hjá því að finnast þetta allt saman mikil hræsni. Okkur er ætlað að trúa á eitthvert rit sem óskeikult orð drottins, en svo má breyta því eftir tíðarandanum.

Sömuleiðis er umræðan um kyn Guðs einhver sú kjánalegasta. Sr. Auður, frægasti kvenprestur kristinna Íslendinga, hefur margoft komið fram í fjölmiðlum og rætt um þær mörgu vísbendingar um að Guð sé kona. Mig hefur alltaf langað að spyrja hana hvers vegna Guð ætti yfirleitt að vera -kyns. Ekki er hann að ríða öðrum guðum af gagnstæðu kyni. Varla fer hann á túr, í mútur eða lendir í öðrum kynbundnum vandræðum. Guð hlýtur í eðli sínu að vera kynlaus vera.

Ég ætla að mæla með því að þeim sem þykir Guð ekki nógu góður við konur, minnihlutahópa, Rómverja eða bara einhvern, finni sér ekkert eða eitthvað annað til að trúa á. Að breyta kristni er ekki að vera kristinn heldur eitthvað allt annað. 


mbl.is „Biblía 21. aldarinnar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þorsteinn Gylfason hefur komið fram með svipaða hugleiðingu, það snerist reyndar um kraftaverka-sögurna og vísindin. Á tímum þar sem trúarbrögð eiga undir högg að sækja og fólk treystir æ meir á framfarir vísindanna, telja nútíma guðfræðingar sér stætt á því (finna sig sjálfsagt knúna til) að tala um tvenns konar sannleik, þennan vísindalega, og svo einhvern trúarlegan. Upprisan og meyfæðingin er þá einhvers konar trúarlegur sannleikur sem maður getur trúað án þess að þurfa að líta á það sem sögulegar staðreyndir (þ.e. vísindalegar staðreyndir). Þar sem þorri lútherskra presta á íslandi hugsa svona, þá eru þeir í raun trúlausir. Því hvað er eftir af kristinni trú ef maður gengst ekki við því að kraftaverkin áttu sér raunverulega stað? Eins og þorsteinn sagði svo oft, sannleikurinn er bara einn, og það er sá sannleikur sem við kennum börnunum okkar að segja.

baldur (IP-tala skráð) 12.2.2007 kl. 12:36

2 identicon

Sæll kæri félagi.

Nú er trú siðaboðskapur. Tímarnir breytast og mennirnir með. Þó enn sé Gullna reglan í hávegum höfð, þá efast ég um að allir taki því sem ritað er í Biblíuna sem heilögum sannleik (jú kannski mjööög margir, en ég þori að veðja að það gera ekki allir). Ég gekk til prests í Kaupmannahöfn og neitaði að trúa því að heimurinn hefði verið skapaður á innan við viku, það stangaðist á við öll vísindalögmál sem ég þekkti þá.  Presturinn minn séra Árni, sagði að þetta væri bara dæmisaga eins og svo margt í Biblíunni. Ég fór aðeins því aðeins að hugsa málið. Er rökrétt að trúa á eitthvað sem skrifað var fyrir rúmlega 2000 árum? Þekkingu hefur fleygt ansi mikið fram á þeim tíma sem liðinn er. Mér finnst í að laga Guðsorð að nútímanum. Ég er ekki að tala um að Jesú eigi að vera graffandi boðskap upp um alla veggi, eða að Júdas taki upp gemsann, hringjandi  í ríkisskattstjóra sem lýst hefur eftir honum vegna skattalagabrota.. Meira svona að lagfæra skrudduna og sníða hana að nútíma fólki.

Ég efast um að fólk hendi öllum þeim skrilljónum tonna Biblía sem til eru og fólk þurrki út, að einu sinni hafi karlkyn aðeins verið í Biblíunni.

 Ég er ekkert sérstaklega trúuð, en ég myndi ekki ganga svo langt að skipta um trú þrátt fyrir að endingar orða í Biblíunni væru lagfærðar. Æj.. mér er eiginlega alveg sama, finnst það bara tímanna tákn og hef bara ekkert slæmt um það að segja.  

kv. Sunna  

Sunna (IP-tala skráð) 12.2.2007 kl. 18:15

3 Smámynd: Árni Gunnar Ásgeirsson

Sæl kæra Sunna (hvaða Sunna?) 

Þetta er allt í fínu lagi sem þú segir. Málið er bara að þú trúir ekki á Guð sem er í biblíunni, og ekki presturinn þinn heldur. Þið trúið bæði á einhvern anda sem er líkur þeim sem skrifað er um í biblíunni. Ef við ætlum aðeins að nota siðaboðskapinn, og þá bara þann sem okkur þykir henta, ætti einhver siðfræðingu einfaldlega að taka það að sér að skrifa nýjar sögur með þessum boðskap. Trú er í eðli sínu blind, en hún hættir að vera það þegar við fyllum í eyður og strokum út óþægindin. Þá erum við ekki að trúa blint á biblíuna heldur á einhverja sjálfsblekkingu sem við búum til með vali okkar á hentugum biblíusögum eða einhver annar býr til fyrir okkur, s.s. frjálslyndir prestar.

Árni Gunnar Ásgeirsson, 12.2.2007 kl. 18:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband