19.2.2007 | 11:43
Atvinnutækifæri
Stríð og dauði hafa ævinlega skapað mikla atvinnu. Að þessu sinni verða það atvinnulausir sálfræðingar í Danmörku (en nóg er víst af þeim) sem fá að njóta tímabundinnar vinnu þegar shell-sjokkuðu hermennirnir fara að streyma inn á ríkisstofnanir.
Sjálfur hefði ég nú fremur valið að vera með atvinnulausa sállfræðinga en andleg úrhrök úr hernum. En maður fær víst ekki allt sem maður vill. Ætli afstaða sálfræðinga til stríðsins í írak, og þátttöku Dana í því, hafi breyst eftir fréttirnar?
Danskir hermenn sækjast í auknu mæli eftir sálfræðiaðstoð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.