Vikan, vandræði og Bubbles-áhrifin

Margt pirrandi hefur gerst í vikunni.

  • Einhver bakkaði á bílinn minn. Sá hafði þó lítinn áhuga á skemmdunum og hef ég ekki heyrt frá honum.
  • Leikskólar stúdenta eru að hækka gjöldin. Þetta er afsakað með hækkunum Reykjavíkurborgar. Það vill þó ekki betur til en svo að þegar Reykjavíkurborg lækkaði leikskólagjöld fyrir nokkrum mánuðum varð enginn lækkun hjá FS.
  • Bíllinn minn er nú staddur á Hellisheiði eftir að dekkið á honum sprakk en felgan sat föst. Ég skemmti mér í 1,5 klst. við að reyna að berja dekkið af, tjakka það af, þvinga það af með rörtöng auk fleiri frumlegri aðferða sem erfitt er að lýsa hér. Á morgun þarf ég að mæta með sleggju! Það var þó einn sjálfboðaliði sem stóð sig sérstaklega og varði a.m.k. 45 í að hjálpa mér.
  • Ég tók leigubíl fyrir 4860 krónur vegna áðurnefndra vandræða.
  • Allar magnarsnúrurnar mínar voru slitnar um miðja viku og ég á ekki lóðbolta. Þetta vandamál hefur verið leyst.

En það gerðist líka margt skemmtilegt í vikunni. 

  • Ég komst í nokkurra vikna kennslufrí og get farið að sinna BA-rannsókninni.
  • Ég fór á vel heppnað pöbbarölt á föstudagskvöldið sem endaði reyndar á því að ég sofnaði sitjandi á Kofanum.
  • Andrea Karítas varð loksins nógu stór til að opna hurðir (sem mætti reyndar alveg setja í pirrandi hluta færslunnar líka).
  • Ég uppgötvaði Bubbles-áhrifin (en var örugglega ekki sá fyrsti) sem eru þannig að eftir að hafa spilað bubbles í nokkra stund upplifir maður 90° horn sem ennþá meiri 90° horn en áður. Mjög skemmtilegt skynfenómen sem ég lýsi kannski betur síðar.
  • 1. mars lækkanir!
  • Kaffið í skólanum lækkaði líka.
Sem sagt, margt pirrandi og skemmtilegt. Ég ætla að fara að vaska upp og horfa á eitthvað skemmtilegt í tölvunni á meðan. Það er bæði pirrandi og skemmtilegt!

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband