Klapp á bak mbl.is

Eftir ótal kvartandi og kveinandi bloggfærslur, og stundum jafnvel lesendabréf, nörda og áhugamanna um vísindi, lýðfræðslu og sannleika, sýnis mér það nú verða æ algengara að mbl.is birti hlekki á frumheimildir með vísindafréttum. Þetta er gríðarlegur kostur, ekki síst þegar menn á borð við Kristján Arngrímsson, sem neita að skilja muninn á fréttamati og góðri fréttamennsku annars vegar, og hugsunarlausri þýðingu erlendrar smáfréttar hins vegar. Nú virðist þetta þó vera orðið svo að stundum finnst þeim rétt að tengja fréttirnar rannsóknum, sem er vel.

Mig langar um leið að stinga upp á einni vinnureglu í sambandi við vísindafréttir: Ef höfundur fréttar hefur ekki kynnt sér efnið nægjanlega vel til að birta heimild, þá ætti hann alls ekki að vera að skrifa fréttina. Með heimild er átt við að höfundur geti sett heimildina upp í heimildaskrá. Og úr því að engar fréttir verða birtar án þess að hægt sé að geta heimilda, þá er tilvalið að birta einmitt heimildina með fréttinni hverju sinni þegar ekki er hægt að hlekkja beint við hana, s.s.

  • Christakis, N.A. og Fowler, J.H. (2007). The spread of obesity in a large social network over 32 years. New England Journal of Medicine, 357 (370-379). 
Eins og sjá má er þetta bæði snyrtileg og þægileg leið til að sýna hvaðan fréttir koma, en auk þess til að miðla frekar þekkingu til lesenda sem hafa áhuga og taka þannig þátt í menntun þjóðar.  

mbl.is Vísindamenn segja að offita geti verið smitandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur D. Haraldsson

Já, það er afar gott að tengja við frumheimildir. Blaðamennirnir fá plús fyrir það.

Guðmundur D. Haraldsson, 27.7.2007 kl. 01:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband