Verðhurn á Akureyringum

Þegar ég bjó á Akureyri hafði ég áhyggjur af því að bærinn stækkaði of hægt og að hagsæld samfara stækkun væri ekki á næsta leyti. Ég veit reyndar ekki betur en að Akureyri sé enn láglaunasvæði og vöxtur gangi kannski alveg jafn hratt og óskað var eftir, þrátt fyrir að þetta síðasta þúsund (þ.e. fjölgun úr 16 í 17 þúsund) hafi líklega verið hraðasta fjölgun í sögu bæjarins.

Nú er ég hættur að hafa áhyggjur af smæð Akureyrar. Ég hef meiri áhyggjur af fallandi Akureyringavísitölu. Maður finnur sig lækka í verði eftir því sem Akureyringum fjölgar, og nú þegar fjölgunin er orðin þetta hröð kemst maður ekki hjá því að hugsa til verðbólgunnar á kreppuárunum í Þýskalandi.

Ætli Vestfirðingar verði ekki verðmætastir í framtíðinni? 


mbl.is Akureyringar orðnir ríflega 17.000
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband