Íslenska kirkjan móðins?

Þetta er ljómandi skemmtilegt fyrir samkynhneigða og, ef eftirfylgni verður við þessa könnun, nokkurt skref í réttindabaráttu samkynhneigðra. Sjálfur get ég ekki betur séð en að biblían hafni samkynhneigðum á nokkrum stöðum, en hún hafnar jú líka flestum og lítið við því að gera. Ef fólk vill stunda frjálslynd trúarbrögð, og prestar eru tilbúnir að boða frjálslynd trúarbrögð, ætti umhverfi okkar skána nokkuð.

gaysusEitt skil ég ekki. Af hverju er ekki bara hægt að leyfa trúuðum samkynhneigðum að fá sitt kirkjubrúðkaup, úr því að verið er að skoða athafnir fyrir samkynhneigða í kirkjum? Af hverju þarf að vera finna upp nöfn á einhverju millistigi til að halda nú örugglega fjarlægð frá þessu athæfi sem við samþykkjum, en finnst samt óþægilegt? Samkynhneigðir eiga sem sagt að vera eins og kristnir túristar í tyrkneskri mosku. Þeir mega vissulega koma inn, en verða að fara varlega til að móðga ekki helgdóm hinna sem eiga raunverulegt tilkall til trúarinnar.

Nei, kirkjan er ekki móðins. Hún er íhaldssöm stofnun, eins og trúin er í eðli sínu íhaldssöm. Íhaldssamar stofnanir taka ævinlega hænuskref til að feykja nú engu um koll, en um leið er tryggt að íhaldssamar stofnanir skara hvergi framúr. Þær dragast afturúr.

Að gefnu tilefni ætla ég að benda á skemmtilegan heimildaþátt í tveimur hlutum sem fjallar um atburðina sem leiddu til þeirrar breytingar sem var á DSM árið 1973, en þá var samkynhneigð ,,afnumin" sem geðröskun. Þátturinn er tekinn saman af Bandarískri konu, Alix Spiegel, en voru fluttir í þættinum All in the mind hjá ástralska ríkisútvarpinu fyrir skömmu.

Hér fyrir neðan eru hlekkir á þáttinn, og hér má nálgast podcast og eldri þætti af all in the mind.

Fyrri hluti

Seinni hluti


mbl.is Meirihluti presta hlynntur heimild til að staðfesta samvist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband