Viðskiptahugmynd (nr. 2)

Í dag er ég gjafmildur. Ég hef enn eina ferðina fengið viðskiptahugmynd, sem er margra milljóna virði, en ætla að deila henni með hverjum sem vill hlýða [lesist græða] á hana. Höfundur er hlynntur CC (creative commons) og hefur skráð þessa hugmynd þar.

grolsch
Á myndina má sjá hvar ógæfumaður hefur lagt frá sér flösku af öli. Á myndinni sést hvernig raki í loftinu sest á flöskuna. Þetta er til marks um að hún sé köld, og því greinilega ógæfumaður sem á hana.

Ég set viðskiptahugmyndina upp sem einfaldar aðgerðir, svo hver sem er geti fylgt henni eftir.

1. skref: Redda stórum ísskáp og aðgangi að rafmagni í námunda við Austurvöll.

2. skref: Kaupa fullt af bjór í litlum flöskum og dósum

3. skref: auglýsa sig með því að labba hvíslandi að því unga fólki sem hangir á vellinum og er líklegt ógæfufólk. Einnig getur verið gott að láta gæfufólk vita, því sagan segir að það smakki stundum bjór í laumi.

4. skref, viðskipti: Nú fer fólk í átvr, kaupir sér bjór í stórum (500 ml) dósum eða flöskum. Það kemur svo til þín þar sem það skiptir bjórnum út fyrir bjór af sömu eða sambærilegri tegund, bara minni. Þú hirðir ágóðann! Og ekki svo að þú eigir að drekka allan stóra bjórinn, heldur rölta með hann yfir í átvr, skipta út fyrir litlar dósir og halda þannig áfram.

5. skref: Hingað til hafa engir peningar komið inn. Þeir fóru út þegar þú fylltir ísskápinn upphaflega og nú gerirðu ekkert annað en að stækka lagerinn (með því að skipta í sífellu litlum bjór fyrir stóran og stórum fyrir fleiri litla). En nú kemur aðalatriðið. Þegar þú hefur safnað lager alla vikuna (gert er ráð fyrir góðviðrisviku...) ferðu með allan ágóðann og kaupir tindavodka fyrir. Hann selurðu svo á skólaböllum grunn- og framhaldsskóla og kassjar inn!

Gæti ekki verið einfaldara.


mbl.is Kælirinn fjarlægður úr vínbúðinni í Austurstræti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Einnig geturu keypt sömu tegund og finnst á næsta bar og fengið honum skipt út fyrir kaldan :) það gerði ég áður en ég uppgötvaði kælinn og var það ekkert mál.

Þór (IP-tala skráð) 22.8.2007 kl. 14:38

2 Smámynd: Lárus Gabríel Guðmundsson

Frábær hugmynd ! Ég er staddur niður við austurvöll núna og er að tengja kælinn... læt þig vita hvernig gengur...

Lárus Gabríel Guðmundsson, 23.8.2007 kl. 01:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband