Tvíburar vs. systkini

Það er algengt að vísindamenn geri fjölskyldurannsóknir, þar sem tvíburar eru eineggja tvíburar eru bornir saman við tvíeggja tvíbura og/eða önnur systkini. Eineggja tvíburar hafa eins DNA á meðan tvíeggja tvíburar og systkini deila að jafnaði 50% genapara. Rannsóknir á borð við þessar hafa því þótt sniðugar til að skýra breytileika sem eigna má erfðum og breytileika sem eigna má umhverfi. En er þetta endilega sanngjarn samanburður?

sushi
Sumir tvíburar eru hræddir við að smakka sushi...

Sennilega ekki. Systkini sem alin eru upp á sama heimili af sömu foreldrum búa ekki við sama umhverfi. Ég er t.d. alin upp að hluta í Danmörku, á meðan systkini mín eru alin upp á Íslandi. Þegar ég var 6 ára var hægt að fá mikið bland í poka fyrir kr. 50, en bankinn bauð ekki upp á yfirdrátt, en þegar systkini mín eru alin upp er fimmtíukallinn verðlaus og allir með yfirdrátt. Þá breytast uppeldisaðferðir fólks með reynslunni, fólk skiptir um vinnu og ýmislegt breytist, s.s. viðvera með hverju barni á vissum æviskeiðum. Þá eru sum börn bara uppáhaldsbörn foreldra sinna, önnur börn svo auðveld að þau fá ekki sömu athygli og erfiðari börn o.s.frv. Punkturinn er: sömu foreldrar er ekki jafnt og sama umhverfi. Það er að minnsta kosti engin regla.

Hjá eineggja tvíburum er umhverfið sennilega næst því að vera hið sama. Tvíburar fæðast á sama tíma, þeir líta nánast eins út (ólíklegt að annar þyki fallegri en hinn og sé verðlaunað með meiri aðhlynningu), um þá gilda líklega sömu reglur inni á heimili, og þeir eiga jafnvel sömu vini (enda í sama skóla á sama ári). En jafnvel þó tvíburar séu líklegri til að deila umhverfi getur það breyst mjög mikið. Sjúkdómur annars tvíburans getur gert aðstæður þeirra mjög ólíkar og það þekkist að annar tvíburinn sé tekinn framyfir hinn.

Þetta eru allt atriði sem hafa þarf í huga við túlkun fjölskyldurannsókna. Rannsóknaraðferðin getur verið gagnleg, það er ekki spurning. En hún er langt frá því að vera endanleg, og niðurstöður á borð þessar sem kynntar eru hér þurfa alls ekki að koma á óvart, jafnvel þó arfgengi sé aldrei nefnt.

Annars er þessi frétt óvenju skemmtileg, enda segir hún frá gagnrýni í fleiri setningum en einni eða engri eins og venjan er í vísindafréttum mbl.is.


mbl.is Matvendni er arfgeng
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnar Ásgeirsson

Afsakið þessa fontbreytingu. Ég bað ekki um hana, en grunar að klippa/afrita fídusinn eigi einhvern þátt í þessu.

Árni Gunnar Ásgeirsson, 24.8.2007 kl. 11:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband