26.8.2007 | 11:34
Klofningur
Í gær lenti ég í útistöðum dóttur mína. Að þessu sinni voru deilurnar ekki hugmyndafræðilegar, heldur snérust þær um þekkingarfræði, árangursmælingar og gagnsemi túlkunarfræða. Þannig vildi nefnilega til að Andrea Karítas settist niður með bók. Hún sat dágóða stund með bókina áður en ég rakst á titil hennar An Outline of Psychoanalysis eftir Sigmund Freud. Ég gat ekki reiðst barninu, enda algengt að Freud nái, líkt og Marxismi, að heilla ungviðið. Nú er bara spurning hvenær ég get fengið hana til að lesa Grunbaum og Wittgenstein. Ef hún fær að lesa Freud einhliða of lengi er svart framundan.
Athugasemdir
Hún er sætust og klárust!
Ragga (IP-tala skráð) 26.8.2007 kl. 12:22
Ég hélt það líka en eftir að hún valdi Freud, af öllum þeim mögnuðu bókmenntum sem geymdar eru í innan við 120 sm hæð, er ég ekki viss lengur.
Árni Gunnar Ásgeirsson, 26.8.2007 kl. 12:57
Vá hvað hún er lík þér :)
Lilja Sif (IP-tala skráð) 27.8.2007 kl. 08:05
Þakka þér fyrir. Það er alltaf skemmtilegra að fá broskall en fýlukall eftir svona athugasemdir...
Árni Gunnar Ásgeirsson, 27.8.2007 kl. 11:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.