29.8.2007 | 17:59
Jöfn og lélegri tækifæri?
Það er í sjálfu sér ágætt hugmynd að gefa framhaldsskólanemum námbækur. Kostnaður við það hlýtur þó að vera gríðarlegur og mér dettur í hug að hugmyndir um sparnað ríkissins í skólabókakaupum, sem óhjákvæmilega munu koma upp, hafi áhrif á gæði bókanna. Oft voru bækur í framhaldsskólum úreldar þrátt fyrir að þær væru greiddar af nemendum, en það var vegna þess að ekki voru til nýrri bækur á íslensku. Þegar skólabókahöfundar verða algerlega orðnir háðir ríkinu um útgáfu (því ríkið verður að kaupa bókina eigi að gefa hana út) er hætt við að þær verði endurnýjaðar enn sjaldnar, minna verði lagt í þær og jafnvel verði reynt að komast upp með færri bækur pr. áfanga. Ég vona sannarlega að þetta verði ekki raunin, ef af fríbókarstefnunni verður, því nógu andskoti lélegar voru þær nú margar fyrir, bækurnar í menntaskóla.
Ef komist er hjá þessum vandkvæðum, t.d. með gæðaeftirliti hjá félagi framhaldsskólanema, er fríbókahugmyndin ágæt.
SUF kallar eftir ókeypis skólabókum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.