Auðvitað eru trúarbrögð oft skaðleg

En viðbrögð hinna trúuðu eru fyrirsjáanleg. ,,Trúarbrögð eru ekki hættuleg." ,,Trúrbrögð hafa aldrei skaðað neinn, heldur eru það bara ofstækismenn sem skaða með trú að yfirskyni." Kjaftæði. Með sömu rökum má segja að það hafi ekki skaðleg áhrif að auglýsa tóbak í barnaskólum. Aldrei hefur nokkur maður orðið fyrir beinum skaða af tóbaksauglýsingu.

Og til að draga frama skaðsemi trúarbragð sem ekki tengjast hryðjuverkum:

Trúarbrögð skaða þegar barn deyr vegna þess að foreldrar þess neita því um blógjöf.

Trúarbrögð eru skaðleg þegar þau ætlast til að einum hópi fólks (konum, samkynhneigðum, sígaunum, gyðingum, múslimum...) sé mismunað vegna þess að hegðun þess er ekki samræmi við einhverja ritningu.

Trúarbrögð eru skaðleg þegar fólk fer í pílagrímsferðir til að leita kraftaverkalækninga og vanrækir lækningar byggðar á bestu þekkingu á hverjum tíma.

Og svo mætti lengi telja. Eflaust mætti búa til lista yfir það hvernig trúarbrögð eru gagnleg. En að trúarbrögð kunni að vera gagnleg í einu samhengi breytir engu um að þau séu skaðleg í öðru.

Vegna þess að ég býst alveg eins við að einhver minnist á nauðsyn trúarbragða, og jafnvel meðfæddar tilhneigingar til trúarbragða, langar mig að benda á ágæta grein Guðmundar Inga Markússonar, Eru trúarbrögð náttúruleg, sem birtist á Kistunni fyrir nokkrum árum og við fengum leyfi til að birta á www.ResExtensa.org.


mbl.is Annar hver Breti telur trúarbrögð skaðleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Að mínu mati er það mjög vafasamur málfluttingur að gagnrýni trúarbrögð í heild sinni í stað þess að gagnrýna þá hópa sem hafa unnið til gagnrýninnar. Um þessar mundir er talsvert um áróður gegn trúarbrögðum sem byggist á því að gagrýna trúarbrögð í heild sinni vegna þess versta sem er að finna í trúarbrögðum. Finnst þér virkilega sanngjart að gera alla trúaða ábyrga fyrir því sem einungis hlut trúaða ber ábyrð á. Ert þú ekki sekur um að stuða að fordómum í garð trúaðra. Það finnst mér.

Guðjón Eyjólfsson (IP-tala skráð) 3.9.2007 kl. 14:39

2 Smámynd: Árni Gunnar Ásgeirsson

Sæll Guðjón

Mér finnst ekki sanngjarnt að gera alla trúaða ábyrga fyrir því sem einungis hluti þeirra ber ábyrgð á. Enda geri ég það ekki. Það eina sem ég segi er að trúarbrögð séu oft skaðleg, á nákvæmlega sama hátt og auglýsingar eru oft skaðlegar. Það eru ekki allar auglýsingar skaðlegar, en tóbaksauglýsingar í barnaskólum eru það. Þær eru hluti auglýsinga og sumir taka þær til sín. Eins er hluti margra trúarbragða (konur eiga að hlýða eiginmönnum, samkynhneigðir eru ógeðslegir syndarar, villutrúarmenn á að grýta...) skaðlegur. Þannig er ég alls ekki að kalla á samábyrgð trúaðra, heldur að sýna það skýrt að trúarbrögð geta verið skaðleg.

Tóbaksauglýsingar skaða ekki, tóbak skaðar.

Trúarbrögð eru ekki skaðleg, hegðun trúaðra er skaðleg.

Þetta er sama röksemdarfærslan, hún er annað hvort rétt í bæði skiptin sem þýðir þá: óbein orsök er ekki orsök, eða alls staðar röng, sem þýðir óbein: orsök er hlutaorsök.

Sjálfur tel ég augljóst að óbeinar orsakir séu einmitt hlutaorsakir, enda væru fortölur, hvort sem er áróður, auglýsingar eða ráðleggingar foreldra til barna, algerlega tilgangslausar.

Árni Gunnar Ásgeirsson, 3.9.2007 kl. 15:18

3 identicon

Stundum finnst mér fólk einblína of mikið á beina skaðsemi trúar. Fyrir mér þá þarf það einfaldlega ekki til. Trú á nokkurn einasta hlut án þess að hafa eitthvað áþreifanlegt á bak við sig virðist mér í sjálfu sér vera óeftirsóknarvert athæfi.

Ég hef nú sjálfur gerst sekur um benda á vondu hliðar trúarbragða í rökræðum (kannski aðallega vegna þess hversu skemmtilegt það getur verið) en staðreyndin er auðvitað sú að trú sem predikar ást og frið er nákvæmlega jafn órökrétt og trú sem predikar fordóma og hatur.

Auðvitað vildi maður frekar búa í samfélagi sem velur fyrri kostinn ef maður þyrfti að velja en ef hann er virkilega nauðsynlegur til að halda okkur mannskepnunum frá hálsinum á hvort öðru þá erum við ómerkilegri dýrategund en ég hef hingað til vonað.

Fólk sem trúir á guð sem holdgervingu ástar  og friðar á ekki að sleppa við að þurfa að rökstyðja sínar skoðanir, engu frekar en fólk sem sprengir upp leikskóla í Ísrael. Ég er sammála því að það er ósanngjarnt að kenna þeim friðsömu um ofbeldisverk annarra en sjálfsblekking þeirra er engu minni. Engar skoðanir eiga rétt á virðingu "af því bara".

Páll Jónsson (IP-tala skráð) 3.9.2007 kl. 15:58

4 identicon

Páll heldur því fram að ég sé haldin sjálfsblekkingu. Að mínu mati er það ekki hlutverk Páls að ganga á milli fólks og benda á það og segja þú ert haldinn sjálfsblekkingu. Fullorðið fólk ber sjálft ábyrgð á skoðunum sínum og getur valið og hafnað skoðunum rétt eins og þú ferð út í búð og velur vöru úr hillu. Sjálfskipaðar hugmyndlöggur með lista yfir skoðanir sem fólk má hafa og má ekki hafa verða að sætta sig við að engin þarf að fara eftir lista þeirra fremur en hann vill. Það getur engin maður skuldbudið annan mann með röksemdafærslu sínum.  Við lifum á tímum þar sem hver og einn einstaklingur er mælikvarð allra hluta og ekkert yfirvald nær að skerð rétt einstaklingsins til að hafa nákvæmlega þær skoðanir sem honum þóknast, hveru vitlaustar sem Páli og hans líkum þykja þær vera.  Páll heldur sennileg að skynsemin sé eitthvað eitt og hann hafi höndlagð þessa skynsemi og að allir aðrir séu bundir af niðurstöðum hans eða hvað? Flestir menn líta svo á að skoðanir þeirra séu skynsamlegar og séð frá þeirra sjónarhóli eru þær það. 

Séð frá sjónarhóli hvers og eins eru skynsamlegar skoðanir í hverju mál jafn margar og þær skoðnair sem einhver aðhlyllist í því máli.

Ef menn vilja fækka þessum skoðnum þá dugir ekkert minna en þær aðferðir sem Stalín og Hiler notuðu - þegar búið er að depa alla sem aðhyllast einhverja skoðun þá er hún ekki til lengur. 

Guðjón Eyjólfsson (IP-tala skráð) 4.9.2007 kl. 13:59

5 Smámynd: Árni Gunnar Ásgeirsson

Ég er ekki sammála því að engar skoðanir eigi rétt á virðingu af því bara. Að gera skynsemishyggjuna að einhvers konar siðfræði og segja alla eiga að rökstyðja sínar skoðanir þykir mér mikil firra. Og ég er algerlega ósammála því ekki megi bera virðingu fyrir skoðunum þó þær séu rökstuddar ,,af því bara."

Þegar kemur hins vegar að því að fara að stjórna, breyta eða hafa hvers konar áhrif á hegðun og hugsun annarra, svo sem með stefnumótun hjá ríki, skóla, á vinnustað eða annars staðar, þar á það við sem Páll segir. Á slíkum vettvangi á engin órökstudd skoðun að vera tekin gild. Þar sem jafnrétti þegnanna, sanngirni í skiptingu á skattpeningum og þess háttar er í húfi, á enginn að komast upp með dogmatískar skoðanir, trúarlegar eða annars konar.

Að krefjast rökstuðnings á hverri einustu skoðun hvers einasta manns er helst til þess fallið að kljúfa lýðinn í tvennt, annars vegar hrokafulla akademíkera og svo þá minna menntuðu sem munu ekki bera nokkra virðingu fyrir þeim fyrrnefndu.

Árni Gunnar Ásgeirsson, 4.9.2007 kl. 14:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband