Svindl með strætókort segja þeir. Nú er ég ansi hræddur um að eftirlitið kosti mun meira en kemur inn í sektum. Er ekki markmið tilraunaverkefnisins að draga úr umferð og kynna almenningssamgöngur sem raunverulegan kost á móti einkabílnum? Ef Gísli Marteinn byggi í Austuborginni hugsa ég að þetta væri ekki áhyggjuefni. Nær væri að borga fólki kr. 50 fyrir að taka strætó eða gefa því ókeypis kaffi á leiðinni. Það eru nefnilega ekki litlar upphæðir sem tapast á hverjum morgni þegar fólk er að mæta of seint vegna umferðarteppu á Kringlumýrarbraut, Miklubraut, Hringbraut og víðar.
Þessi vandi verður ekki leystur með kortaeftirlitsmanni.
Svindl með strætókort stóreykst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.