19.2.2007 | 11:43
Atvinnutækifæri
Stríð og dauði hafa ævinlega skapað mikla atvinnu. Að þessu sinni verða það atvinnulausir sálfræðingar í Danmörku (en nóg er víst af þeim) sem fá að njóta tímabundinnar vinnu þegar shell-sjokkuðu hermennirnir fara að streyma inn á ríkisstofnanir.
Sjálfur hefði ég nú fremur valið að vera með atvinnulausa sállfræðinga en andleg úrhrök úr hernum. En maður fær víst ekki allt sem maður vill. Ætli afstaða sálfræðinga til stríðsins í írak, og þátttöku Dana í því, hafi breyst eftir fréttirnar?
![]() |
Danskir hermenn sækjast í auknu mæli eftir sálfræðiaðstoð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.2.2007 | 10:53
Kirkjan hafði það rétt
Mér þykir ágætt að sjá að í yfirlýsingu kirkjunnar virðist ekki vera kallað eftir banni á klámhundana. Kirkjan harmar að þeir séu að koma. Ég harma það líka. Mér finnst ekki ástæða til að fagna nýjum súlustað eða kynningu á klámtökustöðum á Íslandi.
Mér dytti þó aldrei í hug að vilja banna fólki að koma. Undanfarna daga hafa femínistar þurft að standa í miklu karpi við aðdáendur kláms og aðdáendur mannlegs frjálsræðis. Því miður hefur þetta karp skarast töluvert og oft er erfitt að sjá hvar klámaðdáandinn byrjar og frjálsráðurinn endar.
Ég myndi falla í seinni kategóríuna. Ég hvet þá sem móðgast yfir kláminu, eða hafa siðferðalegar athugasemdir við klámefni, til að mæta með skilti, vekja athygli á skuggahliðum kláms o.s.frv. í þessari bylgju sem nú ríður yfir.
Mér þykir þó fráleitt að reyna að banna liðinu að koma, enda fátt sem bendir til þess að nokkuð ólöglegt standi til. Mér fannst sorglegt að sjá þegar einn femínistinn stakk upp á því að stjórnvöld stöðvuðu komu þessa fólks, enda hefðu þau gert slíkt áður, s.s. falun gong, mótorhjólagengi o.þ.h. Þetta voru aðgerðir sem allir ættu að fordæma. Aðgerðirnar voru öllum til minnkunnar og amatöralegar í besta falli. Stjórnvaldið var einfaldlega hrætt og vissi ekki hvað það átti að gera annað.
Slíkar aðgerðir ætti enginn að vilja. Ég er nokkuð viss um að þessi sami femínisti hafi verið ósáttur við framkomuna gegn falun gong, en nú, þegar það hentar hennar málstað, á að fara að merkja hópa og banna þeim að koma. Skammastu þín!
![]() |
Hörð mótmæli vegna klámþings |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.2.2007 | 10:41
Langar einhvern að vita meira?
![]() |
Varpaði sér og syni sínum á lestarteina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
19.2.2007 | 10:38
Hvernig heila ertu með?
Ég rakst á afar heimskulegt próf á bbc.co.uk, en það á að skera úr um hvers konar heila próftakinn er með. Prófið byggist á ýmsum misheimskulegum kenningum og karl- og kvenheilann, og látið er eins og þetta séu tveir ólíkir hlutir.
Prófið er í 6 hlutum og allra heimskulegasti hlutinn mælir getur fólks til að greina svipbrigði. Þetta væri ekki svo heimskulegt ef raunin væri sú að karlmenn og konur ættu miserfitt með að greina svipbrigði, en þegar prófinu er lokið kemur í ljós að meðaltal karla og kvenna á þessu prófi er hið sama. Þannig hefur prófhlutinn ekkert aðgreiningarhlutverk og hlýtur að teljast irrelevant.
Þá var mér bent á í prófinu að ég væri með ráðandi vinstra heilahvel (left hemisphere dominant). Þetta var auðvitað mikið sjokk, ekki síst vegna þess að um 90% fólks er einmitt þannig. Ekki man ég eftir því að þessi munur hafi verið breytilegur á milli kynja (en ég skrifaði eitt sinn ritgerð um ráðandi heilahvel og örvhendu). Þannig sé ég ekki að þessi prófþáttur sé aðgreinandi frekar en sá sem ég nefndi á undan.
Þá er einn prófhluti þannig að mæla á vísi- og baugfingur beggja handa. Þarna er vísað í einhverja vafasama testósterón kenningu þar sem baugfingurinn á að vera stærri eftir því sem fólk hefur orðið fyrir meira testósteróni í móðurkviði. Ef þessi undarlega kenning stenst er ég uppfullur af karlmennsku, en hlutfallið hjá mér var baugfingur/vísifingur=0,91 á meðan meðal karlmaðurinn er með 0,96 og konur með 1.00. Þessi prófþáttur verður þó að teljast afar vafasamur, ekki síst ef tekið er tillit til þess að ég geng í buxum úr kvennadeildinni í Söru og er reglulega spurður hvort ég sé hommi á djamminu.
Það vill svo til að ég stóð mig frábærlega á þessu prófi. Var yfir meðaltali í öllum prófhlutum og má þá helst nefna frábæran árangur í sjónminnis- og hugarsnúningsverkefnum.
Þessi frábæri árangur minn gerði það að verkum að ég er með 0% heila. Það þýðir reyndar ekki að ég sé heilalaus, heldur er mér sagt að heilinn í mér sæki hvorki í karllæga né kvenlæga átt.
Þetta var prófgagnrýni dagsins. Prófið prófið sjálf.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.2.2007 | 17:42
Klámið burt!
Ég er einn af þeim fjölmörgu notendum firefox sem hef nælt mér í flash-block viðbótina. Þessi viðbót losar mann við allt óumbeðið flash og setur þess í stað lítið f (fyrir flash) í staðin. Mér þótti hugmyndin strax sniðug en gerði mér ekki grein fyrir því hversu gaman er að losan við allt óumbeðna klámið sem auglýst er á alls kyns vefsíðum (ótengdum klámi og erótík).
Mér fannst þessar auglýsingar svo sem lítið mál, vegna þess að ég var hættur að sjá þær. En nú þegar þær eru hættar að sjást finn ég til mikil léttis. Ég sé bara öll f-in mín og hugsa stoltur: þarna lék ég á þá.
Prófið þið flash-block!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.2.2007 | 16:10
Til hamingju með daginn Sigga mín
Ætli sé ekki best að henda köku í ofninn?
Læt fylgja með hrikalegustu fjallkonumyndina sem google býður upp á. Hvar er fjandans einhyrningurinn?
![]() |
Konudagurinn er í dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.2.2007 | 23:23
Maður kvöldsins
Ég býð upp á enn meira skemmtiefni með þessum ágæta vini mínum, Michael Cera. Fyrir þá sem ekki þekkja drenginn, þá lék hann George Michael Bluth í hinum stórgóðu gamanþáttum Arrested Development. Þeir þættir eru án nokkurs vafa besta sjónvarpsefni sem ég hef rekið augun í. Bandarískir sjónvarpsáhorfendur eru þó ekki sammála mér og því hefur framleiðslu á þáttunum verið hætt.
Hér er Michael með mótleikara sínum úr AD, Tony Hale, í breskri útgáfu af Cops. Góða skemmtun!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.2.2007 | 23:11
Meira frá Michael Cera
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.2.2007 | 22:40
Straumlaust?
Fannst engum vanta þykjustusnúrur í þykjustugítarana svo að þykjustuspilið hjá hljómsveitinni sé ekki svona kjánalegt?
Annars var þetta hvorki skemmtilegt né leiðinlegt lag, en sennilega öruggasta lagið. Hef enga trú á að þetta komist ekki áfram og haldi sé einhvers staðar í 8.-18. sæti.
![]() |
Eiríkur Hauksson verður fulltrúi Íslands í Helsinki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
17.2.2007 | 22:36
Mynd
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.2.2007 | 14:13
Vá!!!?
Allt geta menn kallað að brjóta blað. Fyrsta blökkusöngkonan sem er á forsíðu vogue. Verður sama blaðið brotið þegar fyrsti fyrrverandi McDonaldsstarfsmaðurinn af Afrísku bergi brotinn verður á forsíðu? Og fyrsti þeldökki læknaneminn?
Eigum við ekki bara að segja eins og er. Vogue hafa viðhaft rasíska ritstjórnarstefnu og aðeins haft 3 svartar konur á forsíðu. Brjóta blað hvað...
![]() |
Jennifer Hudson brýtur blað í sögu Vogue |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.2.2007 | 12:16
Óviðeigandi auglýsingar á HI-nem
Það eru víst margir sem þurfa að takast á við prófkvíða, og ekkert athugavert við það. Það er hins vegar athugavert þegar prófkvíðanámskeið er auglýst, snemma í febrúar, með fyrirsögninni Prófin nálgst! Ekki einu sinni þeir allra stressuðustu voru farnir að hugsa sem svo að prófin væru á næstunni. En nú? Prófin nálgast! Fjöldi stúdenta sem telja sig þurfa á námskeiði að halda margfaldast...
Prófin nálgast!?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.2.2007 | 12:06
Fann einn leiðinlegri!!!
Þessi hérna er reyndar ennþá leiðinlegri en íhaldstitturinn sem ég nefndi á undan. Svo er hann líka framsóknarmaður sem býður sig fram í 8. sæti (sem gefur honum ekki einu sinni varaþingmann þó vel gangi). Þessi hefur valið þá leið að reyna að sleikja sig frá áreiti Ágústu Evu Erlendsdóttur leikkonu, með því að minnast í sífellu á hvað Ágústa Eva Erlendsdóttir leikkona er æðisleg.
Það leynir sér a.m.k. ekki að þessi bloggarar hafa ekki lært atferlismótun, enda eru þeir að kasta kjötbitum í skrímslið sem þeir vilja losna við. Skammist ykkar velferðarbumbu jakkafatakallar!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.2.2007 | 11:31
Viðkvæmur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)