24.3.2007 | 14:14
Meira af David Brent

Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.3.2007 | 12:51
Tommi togvagn og orðabrugg mbl.is
Það er sorglegt að heyra að Tom Cruise skuli vera valdamikill maður í Glansþorpinu. Eins og flestir hafa kannski rekið sig á síðustu ár, er maðurinn lítið annað hálfvitur mannspartur, og líklegur til að grafa undan ýmsu vísindastarfi og almennu heilbrigði í framtíðinni.
Þá er alltaf skemmtilegt þegar mblingar taka að sér að þroska íslenskuna. Þriller hlýtur að teljast grænn ávöxtur mblinga. Vonandi verður hann ekki étinn af notendum íslensks ritmáls því þannig gæti hann fjölgað sér í úrgangi þeirra.
Hvað er að því að segja bara tryllir?
![]() |
Tom Cruise í aðalhlutverki í Hollywoodmynd um tilræði við Hitler |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.3.2007 | 12:06
Hver er tengingin?
Vegfarendur í Noregi segja of mikla nekt í dagblöðum og tímaritum. Því draga þeir mörkin við stytturnar? Ég sé bara alls ekki tenginguna.
Jeppar eyða of miklu bensíni og því hafa sænskir vegfarendur gert 25 skellinöðrur upptækar.
Nei, þetta gengur ekki heldur. Annars var ég þarna í haust og varð hvorki graður né skelkaður við að sjá stytturnar. Þetta er nekt í klassískum listrænum tilgangi, sennilega ekki nauðsynleg, en alveg örugglega skaðlaus og leyfileg. Vildu þessir vegfarendur ekki draga hulu yfir gríðarstórt, útskorið reðurtáknið sem stendur í garðinum?
![]() |
Styttur af nöktu fólki ritskoðaðar í skjóli nætur í Ósló |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.3.2007 | 23:57
Tvífarar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.3.2007 | 12:30
Enn ein heimskulega fréttin af engu!
Það er alltaf leiðinlegt fyrir okkur, sem höfum varið ómældum klukkustundum í að skilja eitthvað um heilann, þegar aðrir, sem hafa aðeins varið einni klukkustund til sömu starfa, búa til fáránlegar sögur ofan á vísindastarf.
Að geta sagt til um hvort fólk velur aðgerðina draga frá eða leggja saman hefur ekkert með siðfræði að gera. Þarna er aðeins verið að skoða fylgni hegðunar og taugavirkni. Þegar búið er að finna einhverja fylgni og gefa út ægilega fína skýrslu höfum við öðlast lýsandi, og yfirborðskennda mynd af því hvernig heilastarfsemi er mismunandi við frádrátt annars vegar og samlagningu hins vegar. Þetta segir okkur þó lítið sem ekkert um hvernig viðfang 223 mun leggja saman eða draga frá. Heilar fólks eru einfaldlega misjafnir, og það er enginn að fara að nota svona upplýsingar til að leysa glæpamál.
Það þarf ekki að leita lengra en til örvhentra til að sjá að heilar eru afar mismunandi. Og enn í dag eru engar fullnægjandi kenningar til um örvhendu. Það er fráleitt stress að halda að mikilvægar siðferðilegar spurningar þurfi að vakna vegna þessarar og sambærilegra rannsókna.
Ef við lítum t.d. á möndlunginn (amygdala), þá tekur hann þátt í öllum (eða a.m.k. svo til öllum) geðshræringum. Hvernig eigum við að vita hvaða geðshræring það er með því að skoða virkni í möndlungnum? Við höfum ekki hugmynd um það, og ef tæknin gefur okkur hugmynd, eftir einhver ár, þá höfum við a.m.k. aldrei vissu. Skoðið greinina um möndlunginn og athugið hvort ykkur finnst hlutverk hans ekki rosalega skýrt, og líklegt til að sakfella glæpamenn í framtíðinni.
Rannsóknin virðist ekki snúast um neitt annað en taugafræðilega fylgni við hegðun í þrautalausn, en það er víst ekki skemmtilegt og fréttnæmt...
![]() |
Reyna að lesa hugsanir manna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
5.3.2007 | 10:53
Akróbatík
Ég verð bara að vekja athygli á þessari frábæru mynd sem fylgir fréttinni. Camilo Villegas hefur þarna náð að toppa Guðjón Bergmann stellinguna sem hefur verið vinsælt partítrikk hjá undirrituðum.
Því miður býður google myndaleit mér ekki upp á mynd af stellingunni frægu. Forvitnir lesendur verða að snúa sér að undirrituðum næst þegar hann er í glasi.
![]() |
Fjórir kylfingar keppa um sigurinn á Honda meistaramótinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.3.2007 | 22:32
Ráðstefna um gagnrýna hugsun 10. mars
Gagnrýnin hugsun: Ráðstefna 10. mars
Trúirðu öllu sem þér er sagt? Gagnrýnin hugsun og gagnrýnisleysi
Háskóla Íslands, Odda 101
Res Extensa er nýstofnað félag sem hefur hug, heila og hátterni að viðfangsefni sínu. Næsta laugardag, þann 10. mars, stendur félagið fyrir ráðstefnu frá kl. 10-17 í sal 101 í Odda, Háskóla Íslands. Yfirskrift ráðstefnunnar er "Trúirðu öllu sem þér er sagt? Gagnrýnin hugsun og gagnrýnisleysi".
Trúir fólk almennt flestu sem því er sagt án umhugsunar? Hvað einkennir eiginlega gagnrýna hugsun og hvernig má efla hana í lífi og starfi? Er rétt að efast um allt?
Við höfum fengið til liðs við okkur fólk af hinum ýmsu sviðum sem leitast við að svara spurningum sem þessum á skemmtilegan og aðgengilegan hátt. Ráðstefnan verður öllum opin og er lögð áhersla á að efni fyrirlestranna sé auðskilið svo að hún höfði bæði til leikra sem lærðra.
Eftirfarandi fyrirlesarar halda erindi:
Anton Örn Karlsson, MA-nemi við sálfræðiskor HÍ
Eyja Margrét Brynjarsdóttir, heimspekingur
Friðrik H. Jónsson, dósent við sálfræðiskor HÍ
Margrét Björk Sigurðardóttir, MSc í líffræði
Ólafur Páll Jónsson, lektor við KHÍ
Ólafur Teitur Guðnason, blaðamaður
Sigurður J. Grétarsson, prófessor við sálfræðiskor HÍ
Sverrir Jakobson, sagnfræðingur
Ýmir Vésteinsson, lyfjafræðingur
Þorlákur Karlsson, forseti viðskiptadeildar HR
Dagskrá ráðstefnunar er sem hér segir:
10:00 RÁÐSTEFNAN SETT
10:20 Friðrik H. Jónsson
10:50 Margrét Björk Sigurðardóttir
11:20 Þorlákur Karlsson
11:50 Ólafur Páll Jónsson
12:20 HÁDEGISHLÉ
13:30 Sigurður J. Grétarsson
14:00 Ýmir Vésteinsson
14:30 Eyja Margrét Brynjarsdóttir
15:00 KAFFIHLÉ
15:15 Sverrir Jakobsson
15:45 Anton Örn Karlsson
16:15 Ólafur Teitur Guðnason
16:45 RÁÐSTEFNU SLITIÐ
Látið sjá ykkur í Odda 101 á laugardag!
Res Extensa.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.3.2007 | 23:19
Vikan, vandræði og Bubbles-áhrifin
Margt pirrandi hefur gerst í vikunni.
- Einhver bakkaði á bílinn minn. Sá hafði þó lítinn áhuga á skemmdunum og hef ég ekki heyrt frá honum.
- Leikskólar stúdenta eru að hækka gjöldin. Þetta er afsakað með hækkunum Reykjavíkurborgar. Það vill þó ekki betur til en svo að þegar Reykjavíkurborg lækkaði leikskólagjöld fyrir nokkrum mánuðum varð enginn lækkun hjá FS.
- Bíllinn minn er nú staddur á Hellisheiði eftir að dekkið á honum sprakk en felgan sat föst. Ég skemmti mér í 1,5 klst. við að reyna að berja dekkið af, tjakka það af, þvinga það af með rörtöng auk fleiri frumlegri aðferða sem erfitt er að lýsa hér. Á morgun þarf ég að mæta með sleggju! Það var þó einn sjálfboðaliði sem stóð sig sérstaklega og varði a.m.k. 45 í að hjálpa mér.
- Ég tók leigubíl fyrir 4860 krónur vegna áðurnefndra vandræða.
- Allar magnarsnúrurnar mínar voru slitnar um miðja viku og ég á ekki lóðbolta. Þetta vandamál hefur verið leyst.
En það gerðist líka margt skemmtilegt í vikunni.
- Ég komst í nokkurra vikna kennslufrí og get farið að sinna BA-rannsókninni.
- Ég fór á vel heppnað pöbbarölt á föstudagskvöldið sem endaði reyndar á því að ég sofnaði sitjandi á Kofanum.
- Andrea Karítas varð loksins nógu stór til að opna hurðir (sem mætti reyndar alveg setja í pirrandi hluta færslunnar líka).
- Ég uppgötvaði Bubbles-áhrifin (en var örugglega ekki sá fyrsti) sem eru þannig að eftir að hafa spilað bubbles í nokkra stund upplifir maður 90° horn sem ennþá meiri 90° horn en áður. Mjög skemmtilegt skynfenómen sem ég lýsi kannski betur síðar.
- 1. mars lækkanir!
- Kaffið í skólanum lækkaði líka.
Bloggar | Breytt 4.3.2007 kl. 09:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.2.2007 | 12:05
Árangurstengd laun?
Það er erfitt fyrir leikmenn, eins og mig, að skilja hvernig þetta getur verið í lagi. Að versla fyrir 4 milljónir og selja samstundis fyrir 400 milljónir er mjög ólíkt því sem ég kalla í daglegu tali viðskipti.
Ég veit að stór hluti bíssness-kalla finnst fátt sjálfsagðara en þetta, en ég held að þetta stuði óhjákvæmilega þá sem aldrei hafa séð milljón. Einhverjir eiga eftir að taka út af launareikningum sínum í dag. Verst er að það skiptir Bjarna engu máli.
![]() |
Bjarni Ármannsson kaupir og selur í Glitni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.2.2007 | 09:40
Hættir að að flassa!
Ef ég man afbrigðasálfræðina rétt, þá hefur reynst mjög erfitt að ,,lækna" flassara, eða exhibitionista. Þetta fólk með sýniþörf, sem sumum þykir hlægileg eða jafnvel æsandi, á erfitt með að halda aftur af flassi, eða viðrun kynfæra.
Vefstjórar eru ekki í sömu vandræðum. Þessar dagana eru auglýsingar á vefnum hratt og örugglega að færast frá flash-tækninni yfir í hina einfaldari .gif-tækni. Þetta er afar vont fyrir okkur sem höfum reynt að frelsast tímabundið undan auglýsingaflóðinu með flash-block forritum eða öðrum leiðum. Það vill svo til að .gif myndir geta bæði verið hreyfimyndir og venjulegar kyrrar myndir. Að útiloka aðganga vafra að .gif-myndum gæti því leitt til mikils upplýsingamissis (eða a.m.k. afþreyingamissis).
Býður einhver upp á sérhæfðan .gif hreyfimyndablokker?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.2.2007 | 08:49
DNA-rannsókn
Það er alltaf gaman þegar kristnir menn eltast við alls kyns vitleysu sem á að tengjast Jesú. Að þessu sinni eru það bein frelsarans sem eiga að vera fundin, en slíkir fundir eru gjarnan notaðir sem rök fyrir trúnni allri, eða biblíunni allri.
Lang flestir trúa því að Jesú hafi lifað, en það er víst ekki nóg að hafa lifað til að vera messías.
Síðasta efnisgrein fréttarinnar er sérlega skemmtileg. Ef það er virkilega rétt að kvikmyndagerðarmennirnir séu að nota vísbendingar úr DNA prófum til að styðja mál sitt, þá er þetta auðvitað góð og gild spurning. Á að bera erfðaefni Jesú við erfðaefni Guðs? En er ekki yfirleitt nóg að taka blóðprufu þegar leysa þarf faðernisdeilur?
![]() |
Sérfræðingur segir fullyrðingar um Jesú í nýrri heimildarmynd tómt bull |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
22.2.2007 | 16:26
Læknafélagið stendur sig vel
Tryggingafélög hljóta að þurfa að taka áhættu þegar þeir selja tryggingar. Annars eru þau bara að taka peninga fyrir ekki neitt. Tryggingafélögin fara kannski að bjóða sjóslysatryggingar til fólks sem er rúmfast og bílatryggingar til blindra o.s.frv. Áhættan engin og Finnur Ingólfsson getur safnað arði á efstu hæðinni í Ármúlanum.
Læknafélagið kemur með þarfar ábendingar og ef þetta verður samþykkt held ég að við ættum frekar að safna peningum undir kodda en að tryggja okkur.
![]() |
Læknafélagið: Reynt að skipta þjóðinni upp í hreinan kynstofn og hina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.2.2007 | 19:14
Til hamingju!
![]() |
New Jersey þriðja bandaríska ríkið sem leyfir samkynhneigðum að staðfesta samvist sína |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.2.2007 | 14:07
Pfizer setur herferð í gang
Ert þú hræddur um að börnin verði hálfvitar. Finnst þér ekki leiðinlegt að þurfa að hafa samviskubit þegar þú horfir á sama þáttinn tvisvar? Eru þínar bestu stundir fyrir framan sjónvarpið með fötu af KFC? Fáðu þér þá melatónín. Nú í formi kóladrykkjar!!! Melanfjórir í dós eða 2 l. flösku fyrir alla fjölskylduna. Melatónín, Melatónín, Melatónín!!!
(Melatónín kann að valda hjartasjúkdómum og heilaskemmdum í börnum og fullorðnum)
Ég hlakka mikið til að sjá þessa auglýsingu í sjónvarpinu.
![]() |
Mikið sjónvarpsgláp enn skaðlegra en áður var talið fyrir börn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.2.2007 | 14:00
JP alltaf í vandræðum
![]() |
Duftbréf barst til Jyllands-Posten |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)