Færsluflokkur: Bloggar
18.2.2007 | 16:10
Til hamingju með daginn Sigga mín
Ætli sé ekki best að henda köku í ofninn?
Læt fylgja með hrikalegustu fjallkonumyndina sem google býður upp á. Hvar er fjandans einhyrningurinn?
![]() |
Konudagurinn er í dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.2.2007 | 23:23
Maður kvöldsins
Ég býð upp á enn meira skemmtiefni með þessum ágæta vini mínum, Michael Cera. Fyrir þá sem ekki þekkja drenginn, þá lék hann George Michael Bluth í hinum stórgóðu gamanþáttum Arrested Development. Þeir þættir eru án nokkurs vafa besta sjónvarpsefni sem ég hef rekið augun í. Bandarískir sjónvarpsáhorfendur eru þó ekki sammála mér og því hefur framleiðslu á þáttunum verið hætt.
Hér er Michael með mótleikara sínum úr AD, Tony Hale, í breskri útgáfu af Cops. Góða skemmtun!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.2.2007 | 23:11
Meira frá Michael Cera
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.2.2007 | 22:40
Straumlaust?
Fannst engum vanta þykjustusnúrur í þykjustugítarana svo að þykjustuspilið hjá hljómsveitinni sé ekki svona kjánalegt?
Annars var þetta hvorki skemmtilegt né leiðinlegt lag, en sennilega öruggasta lagið. Hef enga trú á að þetta komist ekki áfram og haldi sé einhvers staðar í 8.-18. sæti.
![]() |
Eiríkur Hauksson verður fulltrúi Íslands í Helsinki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
17.2.2007 | 22:36
Mynd
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.2.2007 | 14:13
Vá!!!?
Allt geta menn kallað að brjóta blað. Fyrsta blökkusöngkonan sem er á forsíðu vogue. Verður sama blaðið brotið þegar fyrsti fyrrverandi McDonaldsstarfsmaðurinn af Afrísku bergi brotinn verður á forsíðu? Og fyrsti þeldökki læknaneminn?
Eigum við ekki bara að segja eins og er. Vogue hafa viðhaft rasíska ritstjórnarstefnu og aðeins haft 3 svartar konur á forsíðu. Brjóta blað hvað...
![]() |
Jennifer Hudson brýtur blað í sögu Vogue |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.2.2007 | 12:16
Óviðeigandi auglýsingar á HI-nem
Það eru víst margir sem þurfa að takast á við prófkvíða, og ekkert athugavert við það. Það er hins vegar athugavert þegar prófkvíðanámskeið er auglýst, snemma í febrúar, með fyrirsögninni Prófin nálgst! Ekki einu sinni þeir allra stressuðustu voru farnir að hugsa sem svo að prófin væru á næstunni. En nú? Prófin nálgast! Fjöldi stúdenta sem telja sig þurfa á námskeiði að halda margfaldast...
Prófin nálgast!?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.2.2007 | 12:06
Fann einn leiðinlegri!!!
Þessi hérna er reyndar ennþá leiðinlegri en íhaldstitturinn sem ég nefndi á undan. Svo er hann líka framsóknarmaður sem býður sig fram í 8. sæti (sem gefur honum ekki einu sinni varaþingmann þó vel gangi). Þessi hefur valið þá leið að reyna að sleikja sig frá áreiti Ágústu Evu Erlendsdóttur leikkonu, með því að minnast í sífellu á hvað Ágústa Eva Erlendsdóttir leikkona er æðisleg.
Það leynir sér a.m.k. ekki að þessi bloggarar hafa ekki lært atferlismótun, enda eru þeir að kasta kjötbitum í skrímslið sem þeir vilja losna við. Skammist ykkar velferðarbumbu jakkafatakallar!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.2.2007 | 11:31
Viðkvæmur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)