Færsluflokkur: Bloggar

Hello Lenin!

Lenín var kannski ekki fyrsti hegómagjarni stjórnmálamaðurinn en þetta er náttúrulega bara asnalegt.

mbl.is Fundu styttu af Lenín á miðju Suðurskautslandsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gallinn á gjöf Njarðar...

Ef Hillary verður forseti verður það ekki bara Jay Leno, heldur líka allir hinir sem endurvekja alla helvítis brandarana... Ég vona að Hillary hafi betri stjórn á ríkiskassanum en hún hafði á Bill... Ég er ekki viss um að ég þoli slíkar pyntingar eina ferðina enn. 
mbl.is Hillary Clinton hefur afgerandi forskot meðal demókrata
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leikurinn í sem fæstum orðum...

handb Svona gerðist þetta...

mbl.is Íslendingar sáu aldrei til sólar gegn Úkraínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kvikmyndagetraun

Tónlistargetraunin gekk ljómandi vel síðast, en nú ætla ég að breyta til og hafa kvikmyndagetraun. Að neðan eru 5 myndir af senum úr kvikmyndum. Aðeins þarf að nefna nafn hverrar myndar, en auðvitað geta nördarnir kastað leikurunum með ef þeir vilja.

Þá langar mig að útnefna meðfylgjandi frétt lélegasta slúður vikunnar. Brúnn putti=æla=morgunógleði=ólétta...?

 

Nr. 1

get1

 

Nr. 2

get2

 

Nr. 3

get4

 

Nr. 4

get5

 

Nr. 5

get3

 


mbl.is Er Britney ólétt í þriðja sinn?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjónvarpið hefur hræðileg áhrif á fullorðna karlmenn

Menn búa sér oft til sögur þegar þeir lenda í vandræðalegum óhöppum. Ég sé ekki betur en að þessi maður hafi horft of mikið á Heroes spennuþáttaröðina og hafi ákveðið að prófa sjálfur. Hann hefur bara skvett yfir sig rommi áður en hann stökk svo að atvikið yrði ekki eins vandræðalegt, ef hann væri nú ekki hetja.

Og líkt og næsti maður var þessi engin hetja. 


mbl.is Lifði af fall af 17. hæð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lagasmíðakeppnin

Er ég að verða neikvæðari með aldrinum, eða var keppnin bara ömurleg í gær? Ég myndi ekki treysta neinu þessara laga til að skipa sæti nr. 9 á lagalista breiðskífu með Á móti sól. Jafnvel ekki til að vera b-hlið á smáskífu með Landi og sonum. Þá byrjaði keppnin stórkostlega þar sem Bríet Sunna sló falsnótu um leið og hún renndi inn í viðlagið. 

Þá mætti einhver Bergþór með lag sem lagði alla áherslu á orðið þú, en glöggir hlustendur FM957 hafa sennilega tekið eftir því að Í svörtum fötum hafa þegar gefið út tvö lög sem hafa þessa áherslu. Það varð því mjög kjánalegt.

Ég get ekki sagt að ég bíði spenntur eftir næsta laugardegi, en varla verður það verra. 


Tilviljun?

Fyrr í dag hrósaði ég Ólafi Ólafssyni og frú fyrir að stofna rausnarlegan styrktarsjóð. Ég get því ekki annað en brosað yfir þessari frétt. Það er vissulega mun erfiðara að drulla yfir flottræfilshátt íslenskrar yfirstéttar þegar það var að lofa milljarði til góðgerðarmála fyrr um daginn.
mbl.is Elton John á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

2008 presidential elections!

Þessar kosningar verða að öllum líkindum mjög skemmtilegar. Repúblíkanar með allt niður um sig og líklegust til að berjast um kandídatssæti demókrata eru Hillary Clinton (kona) og Barack Obama (svartur). 

Sennilega er ég ekki einn um það að bíða eftir smá tilbreytingu frá  bandarísku íhaldshefðinni.  


mbl.is Hillary Clinton hyggur á forsetaframboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skoðanakönnun

Ég rakst á bloggsíðu, sem er reyndar auð eins og er, nema hvað á spássíunni er að finna sérlega áhugaverða skoðanakönnun. Skemmtilegt sýnishorn af hugsun verðandi unglinga...


Þarf að taka upp forgjafarfyrirkomulag á HM?

Eftir skelfingu á borð við leikinn áðan er ég farinn að velta fyrir mér hvort forgjafarfyrirkomulag væri við hæfi á HM í handknattlei. Þá mynd EM auðvitað verða eina mótið sem skiptir máli, en það er líka alveg nóg að vera með almennilegt mót á 2 ára fresti.

Það er alveg skelfilega leiðinlegt að horfa á heimsmeistaramót þar sem eitt af tíu bestu liðum heims mætir liði sem er sambærilegt við 2. flokk Völsungs (fyrirgefið Húsvíkingar).

En forgjöfin myndi sennilega gera það að verkum að öll slakari lið pökkuðu í vörn og leikirnir yrðu enn leiðinlegri. Eitthvað þarf allavega að gera fyrir þetta mót... 


mbl.is Guðjón Valur með 15 mörk í 25 marka sigri Íslands gegn Ástralíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband