Færsluflokkur: Bloggar

Vinsæll bloggari

Ég rak mig á það áðan að ég er orðinn vinsæll bloggari á blog.is. Eftir að vera einhver verst sótti pistlahöfundur netheima á blogspot hef ég náð skjótum vinsældum á aðeins 10 dögum. Ástæða þess virðist vera sú að ég hef verið fastur heima fyrir vegna veikinda fjölskyldunnar. Það hefur gefið mér rúm til að lesa ótrúlega mikið af netfréttum og koma með ótrúlega mikið af lélegum athugasemdum um þær. Það er gaman að vera vinsæll þegar maður veit af því...

Leyfilegt að nota dauðsmannssæði

Politiken segir frá því, og sennilega mbl.is síðar í dag, að ísraelskur dómstóll hafi gefið leyfi til að frjóvga konur með sæði úr látnum hermanni. 200 konur, sem mér skilst að þekki ekki hermanninn, hafa boðið sig fram.  Þetta finnst mér mjög sérstök viðbrögð.

 Sjá alla fréttina hér.


Ljómandi

Jæja, Arsenal-leikirnir hafa ekki skilið eftir sig stærra sár... Nema sárið opnist ekki fyrr en í seinni hálfleik.

mbl.is Liverpool komið í 2:0
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skemmtilegt

100-150 milljónir á ári til hjálparstarfs og mennta og menningarmála.

mbl.is Gefa einn milljarð króna í velgerðarsjóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Akureyri, fallegasti bær á Íslandi

Þetta segja margir, og svo sem ekkert út á það að setja. Ég vona samt að þessi mynd sem fylgir með fréttinni verði ekki notuð í ferðabæklinga eða aðrar kynningar fyrir kaupstaðinn. Ansi hrörlegt að sjá...

mbl.is Fjögur umferðaróhöpp á Akureyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heimski útlendingur!

Eða hvað? Er ekki fínt að einhver hafi vit á að ráðast á trassaskapinn hjá íslenskum verktökum. Get vel ímyndað mér að einhver hafi reynt að notfræra sér fræga ríka kallinn. Hann segir bara Nei! og fer með þetta í réttarsal. Vonandi að svona mál hræði verstu svikahrappana í bransanum.


mbl.is Damon Albarn stefnir Hönnun hf.
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jón Baldvin í fimmta sæti?

JBHMér hefur alltaf líkað ágætlega við Nonna. Hann er laginn við að vera yfirlætislegur án þess þó að mér finnist ég sjálfur heimskur af því að hlusta á hann. 

Hann hefur þó aldrei kveikt í mér, og raunar hef ég aldrei látið mér detta í hug að hann kveiki í nokkurri manneskju annarri en Bryndísi. Annað hefur þó komið á daginn. Fleiri en einn, og fleiri en tveir, voru tilbúnir að nefna nafn hans í kjöri kynþokkafyllsta manns landsins í dag. Merkilegt... 


mbl.is Gísli Örn valinn kynþokkafyllsti karlmaðurinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru RÚVarar að draga athyglina frá frumvarpinu?

Þetta er alveg hrikalega fyndið, þó ég vorkenni vissulega þeim sem þurftu að hanga fastir í skíðalyftum. Og svo er þetta allt RÚv að kenna, sem er ekki síður fyndið.
mbl.is Öllum hefur verið bjargað úr skíðalyftunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Learn the rules!


Ekki bara á Íslandi!

Fólk sem stendur í skipulegri röð er fátíð sjón í Peking þar sem frumskógarlögmálið ræður ríkjum við kvikmyndahús, lestarstöðvar, strætóskýli á leigubílatorgum svo nokkur dæmi séu tekin.

 Ég hélt, satt að segja, að Ísland væri síðasta landið í heiminum þar sem frumskógarlögmálið ræður ríkjum við þessar aðstæður.


mbl.is Íbúar Peking skikkaðir í röð einu sinni í mánuði og þeim kenndir mannasiðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband