Færsluflokkur: Bloggar

Sjipp-o-hoj

Þetta er æðislega heimskuleg hugmynd nördanna hjá Pirate Bay. 
mbl.is Litlar líkur á að smáeyja verði griðland nútímasjóræningja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sýndafylgni alþjóðavæðingarinnar

Það er mjög algengt að fólk kasti fram setningum á borð við ,,heimur versnandi fer" eða ,,þetta er á að fara til fjandans" þegar það sér erlendar hörmungafréttir. Mér finnst gaman að heyra þetta, enda gefur það mér færi á að glotta yfirlætislega út í loftið.

Það virðist vera þannig að stór hluti fólks telur heiminn fara ört versnandi hvað varðar náttúruhamfarir og stríðsátök. Þetta er auðvitað vitleysa, enda hefur heimurinn alltaf boðið upp á hörmuleg stríð og hræðilegt veður. Það er bara ekki fyrr en á síðustu árum sem AP, Reuters og BBC eru með fólk á öllum þessum stöðum til að segja frá því sem gerist. Magn frétta sem til okkar berast eykst jafnt og þétt með nýrri tækni, og um leið höldum við að heimurinn verði sífellt hörmulegri.

Snúum okkur þá að fréttinni. Ég tel mig þekkja Guð ágætlega. Hef heyrt af hans helstu verkum, svipað og ég kannast við Picasso og The New York Dolls. Og vegna þess að ég þekki eldri verk Guðs, þá finnst mér fáránlegt að þeir sem hafa varið ævinni í að kynna sér verkin skuli virkilega halda að loftlagsbreytingar séu einn fyrirboði dómsdags.

Guð er einhver dramatískasta persóna bókmenntasögunnar. Hann varpaði plágum framan í Egypta, krafðist dauð Ísaks, tók allt af Job og pyntaði hann mánuðum saman. Og hvað gerir hann næst? Jú, hann lætur andrúmsloftið á jörðinni hitna hægt og rólega og það kann að leiða til leiðinda annað slagið, s.s. óveðurs og hitabylgju á jólunum.

Þetta er ekki kvalalostinn og athyglissýkin sem hefur einkennt Guð í fortíðinni.  


mbl.is Danskir prestar sjá merki þess að heimsendir sé í nánd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Berjum á eldi með eldi!

Ég er kannski ekki fyrstur með fréttirnar, en ég komst ekki að því fyrr en í gær að Angela Merkel, kanslari Þýskalands, vill víkka út bann á hakakrossinn. Hún vill sem sé að öll Evrópu banni þetta tákn Indverja.

haka

Ekki veit ég hvers konar sýn er þar á bakvið, en aldrei hefur mér dottið í hug að besta leiðin til að berja á fasisma (og það er tilgangur bannsins) sé með fasískum aðgerðum. Ef Evrópa er slíkt drasl að hún ræður ekki við tilveru hakakrossins, held ég að nýnasistar eigi hreinlega skilið að sigra álfuna.

 Indverjar í Evrópu eru auðvitað hundfúlir yfir þessu öllu saman og önnur asísk trúarbrögð eiga líka hagsmuna að gæta.

Wikipedia býður upp á þessa grein um hakakrossinn. 

 

Ég ætla í leiðinni að stinga upp á því að við bönnum ÁTVR lógóið, enda hafa vörur merktar því valdið miklum óþægindum í gegnum tíðina. Eina leiðin til að koma í veg fyrir þessi óþægindi er að láta lógóið hverfa... 


Til hamingju þotulið!

Loksins er hægt að vera big business, London í hádeginu, Frankfurt seinnipartinn-gaur/gella á Akureyri. Megum við ekki búast við því að Kaupþing flytji norður á næstunni? Þar væri komið útsvar sem dyggði fyrir 6 síkjum á ári...

Akureyri, Amsterdam norðursins! 


mbl.is Icelandair flýgur milli Akureyrar og Keflavíkur í sumar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Poppgetraun #2

Á meðan ríka fólkið fróar sér (sjá meðfylgjandi frétt) vona ég að aðrir takist á við poppgetraun. Aftur eru það plötuumslög sem bera á kennsl á, en að þessu sinni eru getraunin mun léttari. Að sama skapi eru verðlaunin ekki eins mögnuð. Í boði er ókeypis eftirréttur á veitingahúsinu Hereford, að því gefnu að sigurvegarinnn sé tilbúinn að segjast vera Árni Gunnar Ásgeirsson og kaupa sér aðalrétt. Verðlaun verða send í tölvupósti.

 

Nr. 1

get1

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Nr. 2

get2

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Nr. 3

get3

 

Nr. 4

get4

 

Nr. 5

get5

 

Góða skemmtun! 


mbl.is Uppkast að söngtexta selst dýrt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frjálslyndir á síðasta séns

Getur maður annað en vonast eftir framboði Margrétar Sverrisdóttur til formanns frjálslynda flokksins? Gaui og Maggi hafa sýnt skammarlega lélegar hliðar á sér undanfarið og ég sé ekki hvernig dúóið getur unnið traust annarra en nánustu vina sinna í framtíðinni. Guðjón Arnar mætti svo arfaslakur í Kastljósið og tuðaði undir rós, eins og honum einum er lagið. Hann svaraði ekki spurningum og kenndi Margréti um ágreiningsmál innan flokks, en þó í hálfkæringi. Með öðrum orðum mætti Gaui í sjónvarpið og sagði ekki neitt í nokkrar mínútur. 

Margrét er hins vegar mjög vönduð stjórnmálakona sem  hefur kannski ekki skotið föstustu skotunum, en hefur heldur varla stigið feilspor síðustu árin. Eins og staðan er í dag held ég að Margrét sé eini mögulegi bjargvættur flokksins.


mbl.is Margrét: Hlýt að íhuga að bjóða mig fram í formannsembættið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Útrás íslensks kynþokka

Vegna þessarar fréttar hér að neðan er ég að velta fyrir mér hvort ekki sé hægt að selja bandarískum  konum fleiri miðaldra íslenska karlmenn. Egill Helgason, kyntákn hjá aðalskonum í þýsku sambandsríkjunum eða Íhaldskonur í Svíþjóð slefandi yfir Illuga Gunnarssyni hagfræðingi...

mbl.is Íþróttaálfurinn orðinn kyntákn meðal kvenna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aular!

Það er ansi aulalegt þegar Reykjavíkurborg virðist jafn illa undir hálku búin og Casablanca. Sennilega hefði verið fljótlegast ef mötuneytisstarfsmenn í HR og hjá RÚV hefðu komið hlaupandi með borðsaltið og reddað þessu bara.
mbl.is Mikil umferðarteppa myndaðist vegna tafa við saltburð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Popp getraun

Ég sé að getraunin er að reynast mönnum erfið. Ég hef ákveðið að láta hana standa í viku og skipta henni síðan út fyrir nýrri, og kannski auðveldari, getraun. Eins og er er Helgi sá eini sem hefur þorað og skjóta og mun hann sigra nema einhver bæti um betur. Við erum þó auðvitað öll að bíða eftir að Steinar klári að forrit mynsturgreiningarforritið sem mun gefa honum færi á að googla eftir birtuhlutföllum og litasamsetningum.

Launlaust leyfi?

Það olli mér vonbrigðum að sjá að Ágúst Einarsson telur sig geta skipt um starf en haldið samt gamla starfinu. Mér þykir leiðinlegt þegar fólk lítur svona stórt á sig og telur sig eiga skilið starfsöryggi í opinberu starfi, jafnvel þegar það hættir að sinna því.

Er ekki sjálfsagt að Ágúst Einarsson þurfi að sækja um starf hjá HÍ ef hann vill koma aftur til starfa eftir 4 ár í Borgarfirðinum? Hvað með þann sem verður ráðinn í stað Ágústs? Er ekki sjálfsagt að hann haldi sínu starfi ef hann stendur sig vel?

Er þetta ekki að ætlast til að háma í sig kökuna og eiga hana líka, eins og Bandaríkjamenn segja í sífellu? Ég vona sannarlega að það sé tilætlunarsemi Ágústs, en ekki tradísjón í opinberum stöðum sem leiðir til þessara vonbrigða prófessorsins.


mbl.is Fær ekki launalaust leyfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband