Sýndafylgni alþjóðavæðingarinnar

Það er mjög algengt að fólk kasti fram setningum á borð við ,,heimur versnandi fer" eða ,,þetta er á að fara til fjandans" þegar það sér erlendar hörmungafréttir. Mér finnst gaman að heyra þetta, enda gefur það mér færi á að glotta yfirlætislega út í loftið.

Það virðist vera þannig að stór hluti fólks telur heiminn fara ört versnandi hvað varðar náttúruhamfarir og stríðsátök. Þetta er auðvitað vitleysa, enda hefur heimurinn alltaf boðið upp á hörmuleg stríð og hræðilegt veður. Það er bara ekki fyrr en á síðustu árum sem AP, Reuters og BBC eru með fólk á öllum þessum stöðum til að segja frá því sem gerist. Magn frétta sem til okkar berast eykst jafnt og þétt með nýrri tækni, og um leið höldum við að heimurinn verði sífellt hörmulegri.

Snúum okkur þá að fréttinni. Ég tel mig þekkja Guð ágætlega. Hef heyrt af hans helstu verkum, svipað og ég kannast við Picasso og The New York Dolls. Og vegna þess að ég þekki eldri verk Guðs, þá finnst mér fáránlegt að þeir sem hafa varið ævinni í að kynna sér verkin skuli virkilega halda að loftlagsbreytingar séu einn fyrirboði dómsdags.

Guð er einhver dramatískasta persóna bókmenntasögunnar. Hann varpaði plágum framan í Egypta, krafðist dauð Ísaks, tók allt af Job og pyntaði hann mánuðum saman. Og hvað gerir hann næst? Jú, hann lætur andrúmsloftið á jörðinni hitna hægt og rólega og það kann að leiða til leiðinda annað slagið, s.s. óveðurs og hitabylgju á jólunum.

Þetta er ekki kvalalostinn og athyglissýkin sem hefur einkennt Guð í fortíðinni.  


mbl.is Danskir prestar sjá merki þess að heimsendir sé í nánd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband