Nýtt fyrirkomulag óskast!

Ágætur leikur. Íslendingar voru lélegir, svo allt í lagi og loks góðir.

 

Ég ætla þó ekki að gera það að umtalsefni mínu sérstaklega. Það er fyrirkomulag þessarar kjánalegu keppni sem mig langar að skoða.

Hlýtur það ekki að vera gallað fyrirkomulag þegar Ísland má ekki vinna Frakka með of miklum mun, því þá geta þeir endað stigalausir í milliriðli? Er ekki eitthvað að þegar þjálfari landsliðsins þarf að hrópa ,,ekki skora, ekki skora" inn á völlinn?

Einhver sagði mér að fyrirkomulagið væri eins og það er til að spilaðir séu fleiri leikir. Ef menn vilja fleiri leiki þarf að hafa tvöfalda umferð í riðlakeppni eða stækka riðlana (þannig að fleiri lið spili fleiri leiki). Lausnin getur aldrei verið sú að liðin fái færi á að vinna og tapa taktískt, eins og þegar Íslendingar þurftu að passa sig gegn Frökkum. 

Þá ættu flestir knattspyrnuáhugamenn að þekkja það hversu miklu meira spennandi er að horfa á útsláttarkeppni en milliriðla.  

Það hlýtur að vera besta mögulega fyrirkomulag þar sem lið græðir alltaf á því að vinna og tapar alltaf á því að tapa. Svoleiðis er það ekki í dag, og hefur ekki verið í langan tíma í hanboltanum.


mbl.is HM: Ísland lagði Túnis með sex marka mun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband