DNA-rannsókn

Það er alltaf gaman þegar kristnir menn eltast við alls kyns vitleysu sem á að tengjast Jesú. Að þessu sinni eru það bein frelsarans sem eiga að vera fundin, en slíkir fundir eru gjarnan notaðir sem rök fyrir trúnni allri, eða biblíunni allri. 

 

lol-jesus-brbLang flestir trúa því að Jesú hafi lifað, en það er víst ekki nóg að hafa lifað til að vera messías.

Síðasta efnisgrein fréttarinnar er sérlega skemmtileg. Ef það er virkilega rétt að kvikmyndagerðarmennirnir séu að nota vísbendingar úr DNA prófum til að styðja mál sitt, þá er þetta auðvitað góð og gild spurning. Á að bera erfðaefni Jesú við erfðaefni Guðs? En er ekki yfirleitt nóg að taka blóðprufu þegar leysa þarf faðernisdeilur? 


mbl.is Sérfræðingur segir fullyrðingar um Jesú í nýrri heimildarmynd tómt bull
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skyldi þurfa dómkvaðningu til að fá lífsýni hjá Guði í þessu forræðimáli?

Birgir Scheving (IP-tala skráð) 27.2.2007 kl. 10:25

2 identicon

Auðvitað þarf ekki að bera erfðaefnið saman við erfðaefni Guðs, það er augljóslega nóg að bera það saman við erfða efni manna og sjá þá að það er öðruvísi og þessvegna guðlegt.

Friðrik (IP-tala skráð) 27.2.2007 kl. 10:56

3 identicon

Mig langar að benda á að Kristnir trúa því að gröfin sé tóm! Það er kjarni kristinnar trúar að Jesús hafi risið upp og að líkaminn sé ekki hér. Þetta er líka trú, sem þýðir það að ekki sé hægt að sjá hana eða sanna svo auðveldlega. "Trúin er fullvissa um það sem eigi er auðið að sjá" Það væri mjög asnalegt að reyna að sanna það að Jesús hafi verið sonur Guðs með því að leita að einhverri gröf sem er ekki til! Kveðja, Hanna

Hanna (IP-tala skráð) 28.2.2007 kl. 09:41

4 Smámynd: Árni Gunnar Ásgeirsson

Trú er ekki hægt að sanna, punktur. Hvorki auðveldlega né erfiðlega. Þess vegna er svo gaman að sjá kristna menn reyna að finna sannanir.

Árni Gunnar Ásgeirsson, 28.2.2007 kl. 18:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband